Miðvikudagur 17. júlí, 2024
12.8 C
Reykjavik

Terta sem gerir páskana gleðilega og gómsæta

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Um leið og við á ritstjórna Gestgjafans óskum ykkur gleðilegra páska þá bjóðum við upp á þessa flottu tertu sem sómir sér vel á páskaborðinu og fellur eflaust vel í kramið hjá yngri kynslóðinni. Fallegt er líka að nota eingöngu súkkulaðiegg ofan á kökuna

 

Kökubotn:
4 egg
150 g sykur
75 g hveiti
75 g kartöflumjöl
1 tsk. lyftiduft
50 g smjör, brætt og kælt lítillega

Hitið ofninn í 200°C. Stífþeytið egg og sykur þar til blandan er ljós og létt. Sigtið hveiti, kartöflumjöl og lyftiduft út í og blandið saman. Smyrjið eða setjið bökunarpappír á botn í formi sem er 22-24 cm breitt.

Hellið deiginu í formið og bakið í miðjum ofni í 15-20 mín. eða þar til hún losnar frá börmunum og hætt er að hvissa í henni. Hvolfið kökunni á smjörpappír og látið kólna. Kljúfið kökuna í þrjú lög.

Vanillukrem:
1 egg
3 eggjarauður
korn úr 1 vanillustöng
4 msk. kartöflumjöl
4 dl nýmjólk
½ tsk. vanilludropar
1 dl rjómi, þeyttur

Þeytið egg, eggjarauður, sykur og vanillufræ þar til blandan er létt og ljós. Bætið kartöflumjöli saman við og hrærið vel. Setjið þá mjólk saman við og blandið vel saman. Hellið blöndunni í þykkbotna pott og hitið varlega að suðu og hrærið stöðugt í með píski. Látið malla í u.þ.b. 2 mín. en gætið þess að hræra stöðugt.

- Auglýsing -

Takið af hitanum og setjið í skál, bragðbætið með vanilludropum, setjið plastfilmu alveg ofan á kremið svo að ekki myndist skán. Látið kólna alveg áður en kremið er hrært saman við þeytta rjómann.

Á milli og ofan á:
2 dl hindberjasulta
6-8 makrónukökur, muldar
2 dl rjómi, þeyttur
600 g marsípan
matarlitur
súkkulaðiegg til að skreyta með

Setjið sultu og vanillukrem á neðsta botninn, leggið næsta botn ofan á og setjið makrónukökur og vanillukrem á hann. Leggið þriðja botninn yfir og setjið þeyttan rjóma ofan á. Fletjið 400 grömm af marsípani út í kringlótta köku og leggið yfir kökuna, sléttið marsípanið yfir hana án þess að það myndist fellingar.

- Auglýsing -

Skiptið nú því sem eftir er af marsípaninu niður og litið með matarlit, mest þó af gulu til að gera ungana. Þeir eru gerðir úr tveimur misstórum kúlum og örlítið af lakkrís notað í augun.

Uppskrift / Sigríður Björk Bragadóttir
Mynd / Rut Sigurðardóttir
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -