Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Barn drap barn fyrir utan Villta Tryllta Villa – Eina morðmál Íslands með skilorðbundnum dómi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Aðeins einu sinni í réttarsögu Íslands hefur dómur í manndrápsmáli fallið svo að gerandi hafi fengið allann sinn dóm skilorðsbundin. Það gerðist þegar að 16 ára piltur var stunginn til bana fyrir utan skemmtistaðinn Villta Tryllta Villa árið 1985 en staðurinn var vinsæll samkomustaður ungmenna á níunda áratugnum.

Drengurinn var stunginn til bana af öðrum dreng sem aðeins var fimmtán ára gamall. Vegna ungs aldurs þolanda og geranda hafa nöfn þeirra aldrei verið gefin upp.

Uppnefni og slagsmál

Munu málsatvik hafa verið þau að eldri drengurinn hóf að gera grín að hinum yngri sem mun hafa glímt við andlega erfiðleika og orðið fyrir miklu einelti í gegnum tíðina. Greip sá eldri húfu af honum, kleip í öxl hans og hóf að gera grín að sjúkdómi sem hrjáði drenginn og var vel sýnilegur. Eftir uppnefni, spörk og hnippingar gekk eldri drengurinn á endanum á brott en sá yngri elti hann, augljóslega í miklu uppnámi og sparkaði í bak hans með þeim afleiðingum að sá eldri varð afar reiður. Yngri drengurinn varaði þann eldri við að áreita sig framar en sá eldri tók ekki mark á því og hófust slagsmál í kjölfarið.

Enduðu þau á að yngri drengurinn dró fram vasahníf og stakk þann eldri í hjartastað. Að verknaði loknum gaf hann sig strax fram við lögreglu. Eldri drengurinn var í snarhasti fluttur á sjúkrahús en lést að völdum áverkanna.

Einstök ákvörðun Hæstaréttar

- Auglýsing -

Þegar málið var dómtekið tók Hæstiréttur þá ákvörðun að fara niður fyrir lágmark tímabundinnar fangelsisrefsingar manndrápsákvæða íslenskra laga og dæmdi drenginn í fjögurra ára skilorðsbundið fangelsi.

Var litið til ungs aldurs geranda auk þess sem hann hafði strax gefið sig fram við lögreglu. Ennfremur var litið til þess að verknaðurinn hafði verið framinn í mikilli geðshræringu auk þess sem drengurinn barðist við erfiðan sjúkdóm. Var álitið að fangelsisvist væri ekki við hæfi í málinu.

Slíkur dómur hefur aldrei fyrr né síðar verið felldur í Hæstarétti.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -