Þriðjudagur 30. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Valgerður heimsótti ekki Grímsey í nokkur ár eftir kæruna:„Ég barðist af því ég þurfti að gera það“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Valgerður Þorsteinsdóttir kærði árið 2014 ítrekuð kynferðisbrot eldri karlmanns í Grímsey. Hún segist hafa verið 14 ára þegar brotin hófust og hafi þau staðið yfir í nokkur ár. Íbúar Grímseyjar klofnuðu í afstöðu sinni gagnvart málinu. Fannst Valgerði eins og hún ætti engan möguleika gegn ómanneskjulegu kerfi. Hún segir sögu sína í Fréttablaðinu í dag.
Segir hún manninn hafa ítrekað nauðgað sér frá fermingaraldri og næstu ár á eftir. Hann hafi nauðgað henni nokkrum sinnum í Reykjavík líka.

Í viðtalinu kemur meðal annars fram að Valgerði hafi þótt mjög erfitt að heimsækja Grímsey eftir að hafa kært manninn. Afi hennar hafi búið þar en það hafi liðið þó nokkur ár þar til hún steig aftur á eyjuna. „Sem dæmi voru frændi minn og sonarsonur mannsins að fermast á sama tíma. Það er óskrifuð regla í Grímsey að skólasystkini fermast saman og alltaf er haldin sameiginleg veisla. En ég gat ekki farið í fermingarveisluna hjá litla frænda mínum af því að ég vissi að fjölskylda gerandans yrði þarna.“

Valgerður upplifði marga erfiða daga eftir að málið varð opinbert. „Ég upplifði að þetta mál hafði gífurleg áhrif í svo margar áttir. Svo eitt sé nefnt þá fluttu þessi hjón frá Grímsey eftir að ég kærði og sagði frá.“ Sagðist hún ennfremur hafa verið knúin til að berjast fyrir sannleikanum því eyjan skiptist í tvær fylkingar. „Já og þess vegna barðist ég, ég barðist af því ég þurfti að gera það, ég þurfti að berjast fyrir því að fólk hlustaði. Ekki bara út af mér heldur vegna þess að eftir að ég sagði frá stigu miklu fleiri konur fram sem höfðu vondar sögur af manninum að segja.“

Sjá einnig: Valgerði var nauðgað 14 ára gamalli af valdamiklum manni í Grímsey: „Átti engan séns gegn kerfinu“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -