Sunnudagur 28. apríl, 2024
10.1 C
Reykjavik

Sigurður Ingi með öll spil á hendi eftir stórsigur – Inga Sæland sópaði til sín fylgi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, er með öll spil á hendi eftir stórsigur flokksins í nótt. Flokkurinn bætir við sig fimm þingmönnum, eins og staðan er núna í talningunni, og fær 13 alls.

Sjálfstæðisflokkurinn heldur sínum þingmannafjölda og er áfram með 16 þingmenn. Flokkurinn tapaði tæplega 1 prósentustigi. Vinstri grænir urðu aftur á móti fyrir áfalli og töpuðu þremur þingmönnum og eru með 8 þingmenn í dag í stað 11 áður. Fyrir liggur að þetta er áfall fyrir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og skilaboð um að stjórnarsamstarfið sé ekki æskileg. Samanlagt eru stjórnarflokkarnir með enn stærri meirihluta en áður eða 37 þingmenn en vandinn er sá að styrkur flokkanna hefur gjörbreyst og ljóst að Sigurður Ingi mun kalla eftir því að leiða ríkisstjórn, sem jafnframt þýðir að VG getur engan veginn sætt sig við.

Miðflokkur Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar hrundi í kosningunum og er aðeins með þrjá þingmenn inni í stað sjö áður. Þá eru það Sósíalistum gríðarleg vonbrigði að hafa ekki náð inn manni en flokkurinn er eins og staðan er núna í morgunsárið með 4,2 prósent fylgi og þar með undir þröskuldi um lágmarksfylgi.

Beðið er eftir lokatölum úr nokkrum kjördæmum.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -