Laugardagur 27. apríl, 2024
6.8 C
Reykjavik

Lífsreynslusaga: Rottuborgin og berfætta barnið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ég fór einu sinni til Taílands.

Þangað ferðaðist ég, stuttu áður en ég fékk broshrukkur. Þar varð ég fyrir menningarsjokki upp á hvern einasta dag.

Taíland segja alltaf allir, með dreyminn tón í röddinni og dásama eyjurnar fallegu. Ég get vissulega tekið undir það, eyjurnar eru fallegar.

Blár sjór svo langt sem augað eygir, grænar eyjur með villtum öpum og heill hellingur af túristum, þeir eru allir að upplifa Taíland, sjáiði til.

Einhvern veginn fannst mér það góð hugmynd að skoða meginlandið, sveitirnar og borgirnar þar sem er í raun mikil fátækt.

Hvort það hafi verið góð hugmynd eftir allt saman veit ég ekki, þó er ég að hallast að já-inu.

- Auglýsing -

Menningarsjokkið sem ég, Íslendingurinn, upplifði var daglegt brauð.

Annað sem var daglegt brauð voru rottur. Rottur á stærð við ketti.
Ég gleymi því ekki þegar ég sá fyrstu rottuna í einni borginni, en sú borg var gjörsamlega morandi í rottum.

Ég var á gangi þegar ég sá hana, uppi við gangstéttarkantinn. Ég held ekki að ég sé að skafa af því þegar ég segi, að ég horfði líklega þrisvar sinnum á þetta ferlíki, áður en ég áttaði mig á því að þetta væri í raun rotta.

- Auglýsing -

Ég, túristinn sem ég er, reyndi að drífa mig að ná í símann til þess að taka mynd, og hugsaði um leið að þetta hlyti að vera heimsmet.

Stærsta rotta í heimi.

Nei.

Næstu daga sem ég eyddi í borginni áttaði ég mig á því að rottan, heimsmetarottan, átti marga keppinauta.

Það var sérstaklega óþægilegt að fara út að labba á kvöldin, enda bjóst ég við að fá rottu í lappirnar í hverju skrefi. Ég hugsaði um alla mögulega sjúkdóma sem ég gæti fengið við slíkt atvik og var komin í lífshættulegt ástand í huganum.

Ég fór á marga markaði í rottuborginni.

Einn markaðurinn var sérstakur matarmarkaður, og nei, ég fékk mér ekki að borða þar.
Hins vegar gekk ég um og skoðaði matarmarkaðinn og fylgdist með heimamönnum selja, og kaupa hinn ýmsa mat.

Við útganginn var búið að setja upp tvö borð, annað þeirra með hellu. Þar stóðu hjón og elduðu mat. Við hlið þeirra stóð barn á tánum. Þetta var lítill drengur, ekki eldri en fjögurra ára og sirka 10 sentímetra frá honum var rotta.

Þarna, eitt menningarsjokk, eitt af svo mörgum.

Ég vorkenndi barninu svo innilega og skammaðist mín fyrir að hafa í raun haft áhyggjur af rottunum í fyrsta lagi.

Þetta var minn síðasti dagur í þessari borg.

En alls ekki mitt síðasta menningarsjokk.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -