Föstudagur 26. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Þessa fjölskyldu á að senda úr landi – Börnin þrjú tala öll íslensku

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigurður vekur athygli inni á hópnum Sósíalistaflokkur Íslands á Facebook, á enn einni umdeildri ákvörðun Útlendingastofnunar. Nú á að reka Palestínska fjölskyldu úr landi sem komið hefur sér vel fyrir á Íslandi. Deilir hann færslu frá Bryndísi um málið.

„Hjónin Fathia og Mohammad Alabadla eru frá Palestínu. Þau flúðu frá heimalandinu og komu til Íslands frá Grikklandi ásamt þremur börnum sínum í janúar. Þau hafa dvalið á Íslandi í níu mánuði og tvö eldri börnin þau Rahaf 11 ára og Adham 8 ára eru í Engjaskóla og Mira 3ja ára systir þeirra er á leikskólanum Nes.“

Fjölskyldan í sveitinni
Mynd: Facebook
Fjölskyldan Mynd: Facebook

Að sögn Bryndísar eru börnin öll farin að tala íslensku og sömuleiðis gengur foreldrunum vel í íslenskunáminu í Háskóla Íslands. En nú á sem sagt að reka fjölskylduna úr landi.

„Þau fengu brottvísun í gær þriðjudag og eru niðurbrotin. Þau þurfa að yfirgefa hið örugga líf sem þau eiga á Íslandi og fara aftur af stað út í óvissuna með börnin sín þrjú.“

Fjölskyldan á góðri stundu
Mynd: Facebook

Segir Bryndís að vinkona hans hafi hitt fjölskylduna í strætó í Reykjavík og hafi því ákveðið að vekja athygli á þessu með hjálp samfélagsmiðla.

Líklegast er að fjölskyldan verði send aftur til Grikklands en eins og kom fram í ítarlegri umfjöllun Kveiks árið 2020 um málefni þeirra sem neitað er um hæli hér og send út á gaddinn, bíður þeirra ekkert nema erfiðleikar og volæði. Hér má sjá umfjöllun Kveiks: Hvert sendum við þau sem mega ekki koma?

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -