Mánudagur 29. apríl, 2024
10.3 C
Reykjavik

Anna Kristjáns og Eurovision: „Best að hætta þessum fjáraustri með þátttöku í keppninni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Anna Kristjáns fylgdist með Eurovision á laugardaginn á Tenerife, eins og margir aðrir Íslendingar gerðu – sem og hundruðir milljóna manna út um allan heim.

Framlag Íslands í ár var lagið Með hækkandi sól flutt af hljómsveitinni Systrum. Óhætt er að segja að lagið hafi ekki slegið í gegn ekki í lokakeppninni á laugardag og endaði lagið í 23. sæti af 25. Einn allra versti árangur Íslands fyrr og síðar í þessari vinsælu keppni.

Anna Kristjáns lætur reglulega í sér heyra svo í hvín; hún gerði söngvakeppnina upp á Facebook-síðu sinni og segir Anna þar að hún hafi ekki verið kát yfir úrslitunum:

„Greinilegt var að Íslendingar áttu ekkert inni hjá neinum frekar en fyrri daginn, héldu áfram að greiða Svíum atkvæði sín að venju eins og auðsveipir rakkar, en fengu ekkert til baka.

Miðað við mörg atriði sem fengu mörg stig í keppninni eins og til dæmis Noregur með sína hörmung held ég að best sé að hætta þessum fjáraustri með þátttöku í keppninni,“ segir Anna og bætir við: „Sjálf er ég enginn aðdáandi Júróvisjón, en ákvað að gefa þessari keppni tækifæri vegna frábærrar frammistöðu Systranna og bróður þeirra, en varð fyrir vonbrigðum með úrslitin. Niðurstaða, því meiri fíflaskapur, þess fleiri stig. Tónlistin er aukaatriði. Ég fullyrði að ekkert lag úr þessari keppni muni verða langlíft.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -