Þriðjudagur 30. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Búið að fjarlægja enn eitt mótmælaverk: „Hef hvorki séð þetta né heyrt af því“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hafnarfjarðabær hefur látið mála yfir mótmælalistaverk sem myndlistartvíeykið Libia Castro og Ólafur Ólafsson máluðu við við inngang undirganga við Sólvangsveg í Hafnarfirði. Vekur athygli að önnur verk standa þó enn við og í undirgöngunum.

Svona leit verkið út
Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Myndlistartvíeykið Libia Castro og Ólafur Ólafsson, sem valin voru myndlistarmenn ársins á Íslensku myndlistarverðlaununum í fyrra, stóðu fyrir verkinu í samstarfi við Töfrateymið. Máluðu þau verkið í október á síðasta ári. Í fyrra var sagt frá því í Mannlífi að verk eftir þau hafi verið tekið niður að beiðni Sjálfstæðiskonunnar Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra Hafnarfjarðar. Verkið hékk utan á menningar- og listamiðstöðinni Hafnarborg og kallaði eftir nýrri stjórnarskrá.

Sjá einnig: Tvö ný mótmælaverk L&Ó og Töfrateymisins risin í Hafnarfirði: „Við eigum nýja stjórnarskrá!“

Í samtali við Mannlíf sagðist Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar ekki vita neitt um málið. „Ég hef ekki hugmynd um það, ég hef hvorki séð þetta né heyrt af því,“ sagði Rósa og benti á að Sigurður Haraldsson, sviðsstjóri hjá Hafnarfjarðarbæ gæti sjálfsagt svarað mér.

Verkið horfið
Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Tölvupóstur hefur verið sendur á Sigurð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -