Laugardagur 27. apríl, 2024
8.8 C
Reykjavik

Mál séra Gunnars heldur áfram: „Mér virðist því að siðanefnd geti ekki tekið erindi þitt fyrir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eins og Mannlíf hefur margoft fjallað um þá neitaði Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands erindi fjölskyldu hér á landi þess efnis að séra Gunnar Björnsson myndi fá að jarðsyngja konu í Hveragerðiskirkju sem hafði sérstaklega óskað eftir því að séra Gunnar myndi sjá um útförina.

Kjarni málsins er þessi:

Séra Gunnari Björnssyni, fyrrverandi sóknarpresti, var bannað að jarðsyngja konu í Hveragerði þrátt fyrir eindregna ósk fjölskyldu hinnar látnu. Um var að ræða mikla vináttu milli Gunnars og fjölskyldunnar allt frá því hin látna og séra Gunnar bjuggu í Önundarfirði þar sem hann þjónaði um árabil. Gunnar heimsótti konuna í tvígang á sjúkrabeð hennar og aðstoðaði fjölskylduna í hvívetna fyrir andlátið. Guðmundur Jón Sigurðsson, sonur hinnar látnu, segir málið vera allt hið undarlegasta og bera keim af hatri.

Engar útskýringar hafa verið gefnar á synjun biskups þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir frá bæði fjölskyldu konunnar sem og Mannlífi.

Agnes biskup vísar ábyrgðinni á prestinn í Hveragerðiskirkju, séra Ninnu Sif Svavarsdóttur, sem aftur á móti hefur vísað ábyrgðinni á Agnesi biskup; misvísandi svör þeirra til fjölskyldunnar hafa vakið undrun fjölmargra og, hjá fjölskyldu konunnar, reiði.

Guðmundur Jón Sigurðsson er sonur konunnar sem var jarðsungin nýlega, og hann sendi fyrirspurn á siðanefnd Prestafélags Íslands, sem var svohljóðandi:

- Auglýsing -

Heill og sæll Þorgrímur.

„Mér er sagt að þú sért formaður siðanefndar Prestafélags Íslands og ég leita til þín sem slíks.

Mér leikur mjög hugur á að siðanefndin skoði framkomu séra Ninnu Sifjar Svavarsdóttur í garð fjölskyldu minnar. Fyrir skömmu lést móðir mín og við fjölskyldan leituðum til séra Gunnars Björnssonar á Selfossi til að jarðsyngja hana.

- Auglýsing -

Þar lokuðust dyr því Gunnar var ekki velkominn í Hveragerðiskirkju. Ninna Sif sagði það ákvörðun Þjóðkirkjunnar sem síðar reyndist ósatt ef marka má orð biskups. Agnes segir það alfarið ákvörðun prests og sóknarnefndar að meina Gunnar að jarðsyngja í kirkjunni.

Ég hef sent erindi til Ninnu Sifjar með afriti á formann  sóknarnefndar en er bara hundsaður. Kirkjan virðist ætla að þegja málið í hel. Andlát í fjölskyldu er auðvitað alvörumál og því  óviðunandi og ekki síður óviðeigandi að sjálf kirkjan hagi sér með þessu hætti. Mér finnst við eiga rétt á skýringum á því hvers vegna séra  Gunnari Björnssyni var meinað að framkvæma þessa athöfn.  Gunnar er fjölskylduvinur til áratuga og mjög sérkennilegt að  hann hafi ekki fengið að syngja yfir móður minni.  Óska þess að siðanefnd prestafélagsins aðstoði mig við að fá svör við þessu. Einnig óska ég þess að siðanefndin aðstoði þau sem að þessari höfnun stóðu við að biðja okkur fjölskylduna og séra Gunnar afsökunar og þessum undarlega gjörningi. Með kærleikskveðjum,  Guðmundur Jón Sigurðsson.“

Svarið sem Guðmundur fékk frá formanni siðanefndar Prestafélags Íslands, séra Þorgrími Daníelssyni, var eftirfarandi:

„Heill og sæll Guðmundur. Það er rétt að ég er formaður siðanefndar PÍ (Prestafélags Íslands). Eftir síðustu breytingar á siðareglum PÍ (2012) taka siðareglur PÍ einungis til samskipta presta sín á milli. Mér virðist því að siðanefnd geti ekki tekið erindi þitt fyrir. Virðingarfyllst. Þorgrímur.“

Enginn hjá Þjóðkirkjunni virðist ætla að svara fyrir það að séra Gunnari var bannað að jarðsyngja í Hveragerðiskirkju.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -