Fimmtudagur 2. maí, 2024
7.8 C
Reykjavik

Trausti segir að Reykjavík ætti að hætta að reka Strætó með Sjálfstæðisflokknum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Trausti Breiðfjörð Magnússon, borgarfulltrúi Sósíalista, segir á Facebook að það sé löngu kominn tími á að Reykjavíkurborg hætti samstarfi með öðrum sveitafélögum í rekstri Strætó. Hann segir að núverandi fyrirkomulag sé ólýðræðislegt og best væri ef Reykjavík myndi halda úti Strætó, eins síns liðs. Sífellt fleiri kvarta nú undan misgáfulegum ákvörðunum stjórnar Strætó, en þar sitja fulltrúar sveitfélaga í kringum Reykjavík, flest allir Sjálfstæðismenn, auk eins fulltrúa frá Reykjavík.

Pistill Trausta í heild sinni:

Nú þegar stjórn Strætó hefur enn eina ferðina ákveðið að skerða þjónustu innan borgarinnar er fínt að hefja umræðu um fyrirkomulag þess apparats.

Í stjórn Strætó bs sitja 6 fulltrúar frá hverju sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu. Atkvæðavægi þeirra á að miðast við íbúafjölda. Reykjavík er með meirihluta íbúa, en samt er það ekki nóg til þess að hafa meirihlutavægi.

Þetta fyrirkomulag er því í reynd ólýðræðislegt. Auk þess hafa borgarfulltrúar aðrir en sá eini sem situr í stjórninni lítil sem engin áhrif á fyrirkomulag Strætó. Finnst okkur núverandi fyrirkomulag heppilegt til þess að auka ánægju íbúa eða að hlustað sé á þeirra raddir?

Þegar byggðasamlagið er ekki að þjóna, auka ánægju né notkun Strætó er kominn tími til að staldra við og spyrja hvort það sé kominn tími á nýtt fyrirkomulag.

- Auglýsing -

Hvers vegna ætti Reykjavíkurborg ekki einfaldlega að reka sinn eigin Strætó eins og áður var gert með fínum árangri? Vagnstjórar sem við höfum rætt við voru töluvert ánægðari með það fyrirkomulag. Auk þess sátu þeir í stjórn og gátu haft áhrif á uppbyggingu leiðarkerfisins. Í dag er lítið sem ekkert hlustað á þá.

Núverandi módel byggðasamlagsins byggir á nýfrjálshyggjuhugmyndum. Störfum vagnstjóra er útvistað með tilheyrandi lækkun launa, leiðum er lokað sem “eru ekki að borga sig” og það þykir mikið hneyksli ef Strætó er ”rekinn með tapi”.

Það vantar nýja grunnuhugsun um það hvernig við horfum til almenningssamgangna. Þetta er þjónusta, ekki fyrirtæki og því á ávallt að setja þá sem þiggja hana í fyrsta sæti. Ef það er ekki hægt að breyta Strætó bs innan frá og losa það undan fáranlega skammsýnni hugmyndafræði um “hagkvæmni og skilvirkni í rekstri” þá ætti Reykjavík einfaldlega að slíta sig frá þeim félagsskap

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -