Föstudagur 26. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Aron kom heim vegna dóttur sinnar: „Ég hlakka til að verja meiri tíma með henni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það vakti mikla athygli nýverið þegar Aron Pálmarsson handboltamaður ákvað að hætta í atvinnumennsku og halda heim áleið í FH.

Aron er einn besti og sigursælasti handboltamaður Íslands frá upphafi og er enn einn sá besti í heiminum, og rétt kominn yfir þrítugt.

Ástæðan fyrir því að Aron hélt heim á leið er sú að hann vill vera meira með dóttur sinni, sem hann á með leikkonunni Ágústu Evu Erlendsdóttur.

Aron skrifaði í færslu á sam­fé­lags­miðlum að árin sín í at­vinnu­­mennsku hefðu verið frá­bær og gefið honum mikið:

„Ég hef unnið allt sem hægt er að vinna og fengið að upp­­lifa augna­blik og að­­stæður sem ég mun aldrei gleyma. Ég hef spilað með bestu leik­­mönnum veraldar og stærstu klúbbum heims. Fyrir það er ég gríðar­­lega þakk­látur. Ég hef verið at­vinnu­­maður tæp­­lega helming ævi minnar. Dóttir mín er að hefja skóla­­göngu og ég hlakka til að verja meiri tíma með henni. Ég finn að þetta er rétti tíma­­punkturinn fyrir mig að koma heim þar sem ræturnar liggja. Ég ætla að halda á­­fram á þeirri braut sem ég hef verið á, bara heima á Ís­landi. Nú eru ó­­­trú­­lega spennandi tímar fram undan með lands­liðinu og ég hlakka mikið til að leiða liðið á HM í janúar sem fyrir­­liði.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -