Þriðjudagur 30. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

„Þú þarft ekki að vera í klámiðnaðinum til þess að eignast pening“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þú þarft ekki að vera í klámiðnaðinum til þess að eignast pening.“

Segir Katrín Edda, áhrifavaldur með meiru, á Instagram reikningi sínum. Þar tjáir hún sig um OnlyFans umræðuna sem skapast hefur eftir viðtal sem kom út á dögunum við þau Ósk Tryggvadóttir og Ingólf Val Þrastarson.

Í umræddu viðtali segja þau Ósk og Ingólfur frá OnlyFans síðunum sem þau halda úti þar sem þau selja kynlífsmyndir og -myndbönd af sjálfu sér. Var því slegið upp að Ósk sé búin að græða 15 milljónir á síðunni og finnst Katrínu Eddu starf þeirra látið hljóma líkt og algjört drauma starf, „græða 15 milljónir, rosa gaman og æði,“ segir hún.

OnlyFans er vefur sem gerir fólki kleift að selja efni til áskrifanda. Efnið á síðunni er af ýmsum toga, þetta gefur fólki til dæmis tækifæri til að selja tónlist sína og var síðan upphaflega hugsuð þannig, að sögn Katrínar Eddu. En nú er þar inni aðallega að finna erótískt efni.

Ósk og Ingólfur segja frá starfi sínu í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur, sem þær Edda Falak, áhrifavaldur og sálfræðineminn Fjóla Sigurðardóttir stýra.

Að mati Katrínar Eddu var rætt um efnið af mikilli léttúð og óheilbrigt sé fyrir ungar stelpur að heyra þetta. Segist hún sjálf hafa verið sturluð og ýkt og skrýtin í hausnum þegar hún var yngri, „hver veit nema ég hefði látið mana mig í þetta og fundist þetta góð hugmynd,“ segir hún.

- Auglýsing -

Vitnar Katrín Edda í viðtalið og segir Ósk hafa verið spurða hvort hún sé alltaf í suði til að taka upp efni. Ósk hafi svarað því til að hún væri ekki alltaf í stuði, hún væri stundum aum, en þá þyrfti hún bara að peppa sig í gang.
Annar þáttarstjórnandinn spyr þá: „Já en það ekki bara þannig í öllum atvinnugreinum?“ Sem Katrín Edda þvertekur fyrir að svo sé: „Uhh NEI, það er ekki svoleiðis í öðrum störfum að þú þurfir að neyða þig til að láta ríða þér eða ríða öðrum þrátt fyrir að vera illt í kynfærunum til að halda vinnunni.“

Einnig gagnrýnir Katrín Edda annan stjórnanda þáttarins fyrir að líkja starfi þeirra saman við að stunda kynlíf. Segir Katrín þetta ekki bara að stunda kynlíf, þetta sé að búa til og selja klám. Og bendir hún á að efni sem sett sé inn á OnlyFans geti lekið út um allt internetið og þetta muni fylgja þeim að eilífu.

Katrín Edda segir það jafn framt vera eitt að gefa innsýn inn í klámheiminn og annað að vera láta þetta hljóma sem góður og eðlilegur starfskostur.

- Auglýsing -

Í kjölfar umræðunnar hjá Katrínu Eddu hafa fjölmargir stigið fram og tekið undir orð hennar. Má þar nefna sjónvarpskonuna Evu Laufey Kjaran, Manúelu Ósk Harðardóttur fyrrum fegurðardrottning, Gerður Arinbjarnar, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush.is og fleiri og fleiri.

Jafn framt hafa Ósk og Ingólfur svarað fyrir sig á Instagram reikningum sínum, en lítið hefur heyrst frá stjórnendum hlaðvarpsþáttarins.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -