Þriðjudagur 30. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

„Það geisar stéttastríð og auðvaldið ætlar sér sigur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
„Á baráttudegi verkalýðsins er tímabært fyrir allt fólk að spyrja sig hvorum megin víglínunnar í stéttastríðinu það skipar sér. Styður fólk harðnandi alræði auðvaldsins eða vill fólk byggja hér upp fagurt samfélag jöfnuðar byggt á samkennd, samhjálp og samvinnu. Fyrsti maí er vonardagur alþýðunnar. Megir þú finna vonina og viljann til að fylgja henni.“
Svona hljóðar ávarp Sósílistaflokksins á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí. Þar segja sósíalistar að auðstéttin á Íslandi hafi notfært sér kórónafaraldurinn til sóknar og ætli sér enn stærri sigra. Markmið auðstéttarinnar sé að nýta yfirstandandi efnahagssamdrátt til styrkja stöðu sína í stéttastríðinu; veikja verkalýðshreyfinguna og samtök almennings, draga úr eftirliti og aðhaldi ríkisvaldsins, knýja á um stórfelldar skattalækkanir til hinna allra auðugustu, útvista og einkavæða opinbera þjónustu og grunnkerfi samfélagsins og halda áfram fjáraustri úr almannasjóðum til fjármagns- og fyrirtækjaeigenda.

Ávarp Sósíalistaflokksins á degi verkalýðsins 1. maí má finna í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -