2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

„Þetta er fjárfesting“

Leikkonan Jennifer Aniston vakti mikla athygli á rauða dreglinum á SAG-verðlaunahátíðinni í gær. Aniston, sem gjarnan kýs að klæðast svörtum kjólum á stórum viðburðum, klæddist glæsilegum hvítum kjól í gær.

Kjóllinn, sem hefur fengið toppeinkunn hjá tískuáhugafólki, er hönnun John Galliano fyrir tískuhús Christian Dior.

Kjólinn keypti Aniston sem einskonar gjöf fyrir sjálfa sig. Um vintage kjól er að ræða sem Galliano hannaði á tíunda áratugnum. Aniston segir klassíska hönnun sem þessa vera góða fjárfestingu.

„Þetta er fjárfesting,“ sagði Aniston þegar spyrill Entertainment Tonight rak upp stór augu þegar leikkonan greindi frá því að hún hefði átt kjólinn inni í fataskáp.

AUGLÝSING


John Galliano hannaði þennan fallega kjól þegar hann starfaði hjá tískuhúsi Christian Dior. Mynd /EPA

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum