Föstudagur 26. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Anna Margrét á batavegi eftir baráttu við COVID-19: „Fyrsti góði dagurinn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Anna Margrét Jónsdóttir athafnakona og ferðamálafrömuður sem greindist á dögunum með COVID-19 er loks farin að braggast eftir sextán daga veikindi og einangrun. Hún segist þó enn vera nokkuð veikburða og hvetur almenning til að fara að fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda.

„Nú er ég búin að vera innilokuð í sextán daga og þetta er fyrsti góði dagurinnn. Fyrsti dagurinn sem ég vakna ekki á morgnana hóstandi úr mér slími, sem ég hósta hreinlega ekki úr mér lungun. Ég er loksins farin að sjá fyrir endann á þessu, þótt ég sé ekki komin með bragðskynið aftur og enn frekar slöpp,“ segir Anna Margrét, sem greindist með COVID-19 veiruna í síðustu viku og er nú loks farin að skríða saman eftir að hafa veikst heiftarlega.

Eins og kunnugt er birti Anna Margrét stöðuuppfærslu á Facebook síðasta miðvikudagskvöld þar sem hún sagði frá veikindum sínum. Í kjölfarið greindi hún frá því í fjölmiðlum að hún og eiginmaður hennar, Árni Harðarson aðstoðarforstjóri Alvogen, hefðu smitast af veirunni þegar þau voru með vinum sínum á skíðaferðalagi í Selva á ítalíu. Hún segir að svo virðist sem aðstæður á svæðinu, meðal annars skíðakláfar þar sem fólk var í miklu návígi hvert við annað, hafi verið kjöraðstæður fyrir veiruna því átta af tíu í hópnum hafi greinst með veiruna eftir heimkomu.

„Fyrsti dagurinn sem ég vakna ekki á morgnana hóstandi úr mér slími, sem ég hósta hreinlega ekki úr mér lungun“

Lá sárlasin og var alveg að drepast

Anna Margrét segir að þetta hafi byrjað sem væg flensa, hálsbólga og kvef. Í ljósi umræðunnar um COVID-19 hafi hún ákveðið að leita til heilsugæslunnar á Seltjarnarnesi, þar sem sýni var tekið og að kvöldi sama dags hafi hún fengið símtal frá Má Kristjánssyni yfirlækni smitsjúkdóma á Landspítalanum, sem greindi henni frá því að hún væri með veiruna. Við tóku margra daga veikindi sem náðu að hennar sögn hámarki á tíunda degi.

„Þá lá ég og var ógeðlega lasin, bara að drepast,“ segir hún og getur þess að bæði eiginmaðurinn og sonur þeirra hjóna, sem smitaðist af foreldrum sínum, hafi farið mun betur út úr veikindunum en hún. Sömu sögu sé að segja um vinahjón þeirra, sem veiktust líka í fríinu. Eiginkonan hafi veikst mikið, en eiginmaðurinn ekki og heldur ekki sonur þeirra. Því sé ljóst að veikin leggst misjafnlega á fólk.

- Auglýsing -

Fer í próf á föstudag

Spurð hvernig heimilislífið sé eiginlega búið að vera þessa 16 daga segir hún eiginmanninn og soninn hafa reynst sér vel í veikindunum. Sömuleiðis heilbrigðisstarfsfólk sem hún getur ekki dásamað nóg, og vini og ættingja, þar á meðal dóttur þeirra, sem hafa stokkið til og keypt mat og aðra nauðsynjavöru handa fjölskyldunni á meðan hún þurfti að vera í einangrun.

Hvað reiknar þú með að þurfa að vera marga daga til viðbótar heima hjá þér?

- Auglýsing -

„Við förum í test á fimmtudag til að athuga hvort við erum laus við veiruna og fáum úr því skorið á föstudag,“ svarar Anna Margrét. „Vonandi reynist svo vera því þá get ég farið að sendast fyrir hina sem eru í sóttkví, það er alveg á hreinu.“

„Maður vill ekki að einhver sem er veikur fyrir fái þetta“

Anna Margrét brýnir fyrir almenningi að fara að fyrirmælum heilbrigðisstarfsfólks í þessum efnum. „Það er mikilvægt að þeir sem veikjast sýni þolinmæði og fari eftir settum reglum. Ég á til dæmis foreldra og aðra ástvini sem ég myndi aldrei vilja smita og þess vegna gætti ég að því að fara eftir því í einu og öllu sem þetta frábæra fólk í framvarðalínu heilbrigðiskerfisins hefur ráðlagt fólki að gera. Maður vill ekki að einhver sem er veikur fyrir fái þetta.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -