2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Kitty minnir á að kynþáttahatur fyrirfinnst líka á Íslandi og segir frá óhugnalegu atviki

Listakonan Kitty Von-Sometime segir rasisma og útlendingaandúð þrífast á Íslandi og hvetur fólk til að gera allt sem í valdi þess stendur til að sporna gegn því.

„Ég vill bara minna fólk á að taka ábyrgð á sjálfu sér og eigin gjörðum,“ segir fjöllistakonan Kitty von-Sometime, í samtali við Mannlíf, þegar hún er spurð út í færslu sem hún deilir á Facebook þar sem hún segir „fullt af kynþáttahatri á Íslandi. Íslendingar eiga erfitt með að horfast í augu við það þar sem þeir eru svo vel menntuð og jafnréttissinnuð þjóð.“

Tilefni skrifanna er dauði hins svarta George Floyd, sem lést eftir að hvítur lög­reglu­maður kraup á hálsi hans og þrengdi að öndunar­veginum, og uppþotið og óeirðirnar sem hafa brotist út víða í Bandaríkjunum vegna málsins.

Fjölmargir Íslendingar hafa lýst yfir andúð sínu á ódæðinu, en í færslunni Kitty hvetur landsmenn til að staldra við og líta sér nær. Rasismi lifi góðu lífi á Íslandi. Hún nefnir sem dæmi að vinkona hennar hafi á dögunum haft afskipti af konu einni sem var að uppnefna barn af blönduðum uppruna í Vesturbæjarlaug. Laugin hafi verið full af fólki en enginn hreyfði við andmælum fyrr en vinkonan skarst í leikinni og kveðst Kitty vera afar stolt af henni fyrir vikið.

AUGLÝSING


Sjálf segist Kitty margsinnis hafa orðið vitni að kynþáttahatri og útlendingaandúð á Ísland. „Ég hef sjálf upplifað það og mér hefur meira að segja verið ráðlagt að breyta raunverulegu eftirnafni mínu, sem pólskt, á umsóknareyðublöðum þegar ég hef sótt um vinnu.“

Hún kveðst alls ekki vera að reyna að beina athyglinni frá alvarleika atburðanna í Bandaríkjunum með skrifunum, heldur vilji hún benda á að óttinn við aðkomumanninn sé djúpstæður á Íslandi. Hún hvetur folk því til að líta sér og gera það sem það geti til að láta ekki rasisma viðgangnast. „Við erum sjálf sek um að gera alls konar hluti án þess að taka eftir því. Þess vegna er mikilvægt að fólk byrji á sjálfu sér,“ segir hún við Mannlíf.

Hér má lesa færsluna í heild sinni.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum