Steingrímur J. Sigfússon hefur búið í Seljahverfi í Breiðholti í 30 ár. Þar á hann skuldlaust 300 fermetra einbýlishús. Sem landsbyggðarþingmaður fær hann 130 þúsund krónur á mánuði í húsnæðiskostnað ofan á laun sín.
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og þingmaður Vinstri grænna, er með tæpar 2 milljónir í laun á mánuði og launahæsti þingmaðurinn. Síðasta launahækkun bætir 1.5 milljón á launaseðilinn yfir árið. Þá fékk forseti Alþingis ríflegan jólabónus að upphæð 181.877. Umdeildasta fjárhæðin sem rataði í vasa Steingríms er sem fyrr húsnæðis- og dvalarstyrkur. Steingrímur fær 1.6 á mánuði þar sem lögheimilið er skráð á landsbyggðinni og bauð fram í Norðausturkjördæmi. Upphæðin er ætluð til að reka tvö heimili en það gerir Steingrímur ekki. Hann hefur í tugi ára búið í glæsihýsum í Breiðholti og Kópavogi. Frá árinu 2007 hefur Steingrímur samtals fengið tæpar 20 milljónir í húsnæðisstyrk.
Steingrímur kostaði tæpar 27 milljónir
Steingrímur raðar hann sér sem fyrr í hóp þeirra sem hala inn flestum milljónum á Alþingi. Þegar allur kostnaður þingmanna við störf fyrir árið 2020, er Steingrímur í öðru sæti og kostnaður við rekstur á Steingrími í pontu forseta þingsins er rétt tæpar 27 milljónir fyrir árið 2020.
Heildarlaun Steingríms hækkuðu um tæpa eina og hálfa milljón á milli ára. Jólabónusinn var veglegur eða um 181.877. Þá fær Steingrímur eins og áður segir 1.6 milljón króna í húsnæðis- og dvalarkostnað þrátt fyrir að hafa síðustu tugi ára búið í glæsilegum einbýlishúsum á höfuðborgarsvæðinu. Upphæðin er 18.568.360 krónur sem forseti þingsins hefur fengið frá árinu 2007 af þeirri ástæðu einni að Steingrímur tók sinn slag úti á landi og lögheimilið er skráð á Gunnarsstöðum í Þistilfirði.
Það hefur verið gagnrýnt í mörg ár að þeir þingmenn sem skrá sig á landsbyggðinni en búa á höfuðborgarsvæðinu fá húsnæðisstyrk sem er rúmlega 130 þúsund á mánuði til að reka annað heimili sem ekki er einu sinni til staðar. Þannig fær þingmaður sem býr í glæsihýsi í Kópavogi eða á Hverfisgötu í göngufæri við þinghúsið upphæðina í vasann. Þessu er auðveldlega hægt að breyta en ekki hefur verið mikill vilji til að ganga í verkið á Alþingi og ekki hefur Steingrímur sýnt neina tilburði í þá veru að afnema þennan einkennilega húsnæðisstyrk sem sumir þingmenn í Reykjavík fá en aðrir ekki.
Höllin og heillast af fataherbergjum
Steingrímur bjó lengi í höll í Breiðholti og vel fór um hann í 300 fermetrum þar sem var að finna arinstofu og í glæsilegu hjónaherbergi er einnig fataherbergi og rúmgott baðherbergi þar sem einn helsti foringi vinstri manna gat hvílt lúin bein eftir átök á þingi.
Steingrímur sagði svo bless við Breiðholt árið 2018 og fækkaði fermetrunum nokkuð. Nú býr Steingrímur í einbýli í Ennishvarfi og fermetrarnir eru 200 ríflega. Það má gera ráð fyrir að húsið hafi kostað sitt og þá kemur að góðum notum að fá 1.6 milljón króna frá skattgreiðendum. Í lýsingu á einbýlishúsinu í Kópavogi segir:
Eikarparket og stofan stór með miklum gluggum og verönd út í glæsilegan garð þar sem huggulegt er að spóka sig að sumri til.
Fataherbergi virðast heilla Steingrím J. því eitt slíkt er innaf hjónaherberginu. Þar er einnig salerni með rúmgóðu hornbaðkari.
Steingrímur kveður þingið
Steingrímur er jarðfræðingur og fyrrverandi íþróttafréttamaður á RÚV sem hefur langmestu reynsluna á Alþingi. Fór hann þar fyrst inn árið 1983 fyrir Alþýðubandalagið og síðan um aldamótin fyrir VG. Hann hefur gegnt mörgum ráðherraembættum, þekktastur sem fjármálaráðherra á árunum eftir hrun. Steingrímur mun svo kveðja þingið í haust og setjast í helgan stein.
Laun Steingríms fyrir árið 2020:
Mánaðarlaun eru: 1.941.328
Samtals fyrir árið: 23.295.936
Jólabónus: 181.887
Samtals: 23.477.823
Húsnæðis- og dvalarkostnaður:
Á mánuði: 134.041
Árið: 1.608.492
Frá árinu 2007: 18.568.360
- Húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðslur eru ætlaðar þingmönnum utan Reykjavíkurkjördæma og Suðvesturkjördæmis til að standa undir húsnæðis- og dvalarkostnaði á höfuðborgarsvæðinu. Ef þingmaðurinn er með fasta búsetu á höfuðborgarsvæðinu er fjárhæðin ætluð til að standa undir sams konar kostnaði í kjördæmi þingmannsins.
Fastur starfskostnaður
Samtals: 480.000
Ferðakostnaður innanlands:
Bílaleigubíll: 206.132
Flugferðir 298.350
Samtals: 504.482
Ferðakostnaður utan lands:
Flugferðir 427.560
Gisting og fæði 26.276
Bílaleigubíll: 206.132
Flugferðir innanlands 298.350
Samtals: 504.482
Flakk erlendis
Flugferðir utan lands: 427.560
Gisting 26.276
Dagpeningar 166.840
Ferðakostnaður samtals: 620.676
- Steingrímur heimsótti 11 borgir árið 2019 og nam kostnaður við þær ferðir rúmar tvær miljónir. Af því var 721.222 í formi dagpeninga og rúmar 300 þúsund krónur fóru í gistingu. Á Kórónaárinu var ferðakostnaður Steingríms 620.676 og náði hann aðeins að sækja heim Nýja Sjáland og Melbourne í Ástralíu.
Síma – og netkostnaður: 104.890
Allur kostnaður vegna veru Steingríms á Alþingi fyrir árið 2020 var samtals:
26.796.363
Rétt er að halda til haga að inni í þeirri upphæð eru laun:
23.477.823 – Mánaðarlaun eru: 1.941.328
Einnig jólabónus 181.887
Þá fékk Steingrímur 1.6 milljón í húsnæðisstyrk – eða á mánuði 134.041.