Adda sífellt hurðuð úti á Granda: „Á meðan brunar viðkomandi bara í burtu“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Adda nokkur kvartar undan því í Facebook-hópi íbúa í Vesturbæ að hún sé sífellt að lenda í því að fólk hurði bílinn hennar. Hún segir að í hvert skipti þá bruni fólk í burtu án þess að kanna skemmdir.

„Hæhæ, núna er ég búin að lenda í því ca 4-5 sinnum fyrir utan krónuna á Granda hinsvegar og Hagkaup á Eiðistorgi annars vegar að FULLORÐIÐ fólk hurði bílinn minn af miklum krafti á meðan ég er sitjandi í honum, í hvert skipti hef ég staðið útúr bílnum til að athuga hvort það sjái eitthvað á honum, á meðan brunar viðkomandi bara í burtu einsog ekkert sé…“

Hún segir þetta mikla vanvirðingu. „Það segir sig sjálft að þetta er ógeðslega óábyrgt og mikil vanvirðing, ég vona að þessi status rati til þeirra sem eiga í hlut, þar sem það er komin beygla á hurðina á bílnum mínum útaf manneskju sem hurðaði bílinn minn fyrir utan krónuna og flýtti sér svo í burtu þegar hún sá mig koma utur bílnum.“

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -