Föstudagur 26. apríl, 2024
2.6 C
Reykjavik

Anastasía lýsir erfiðleikum við að eignast sitt annað barn: „Gjörsamlega sprengir mömmuhjartað!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég var nokkuð viss um að annað barn myndi bara smellast inní okkar rútínu og breytingin yrði í raun mjög lítil. Í okkar tilfelli var það alls ekki raunveruleikinn.“

Á lífstílsblogginu Lady.is skrifa sjö ungar konur um móðurhlutverkið, heimilið, uppskriftir, snyrtivörur og fleira.

Anastasía Ísey skrifaði þar færslu á dögunum um þær breytingar og þá hluti sem komu henni á óvart við það að eignast sitt annað barn.

Hún segir að vissulega séu mæður mismunandi og með mismunandi upplifanir og skoðanir, en að hún vilji deila sinni reynslu og því sem hún hefði viljað vita áður en hún eignaðist barn númer tvö.

„Mun ég geta elskað þetta barn jafn heitt og ég elska hitt barnið mitt?“

„Að mörgu leyti er maður rólegri á meðgöngu tvö af því maður veit svolítið hvað maður er að fara út í. Þú veist að þú munt upplifa svefnlausar nætur, þú veist hvernig það er að fæða barn þó svo að engin fæðing sé eins og að mörgu leyti er maður alveg með þetta.“

Þó var margt sem kom henni mikið á óvart og eflaust margar konur sem geta tengt við reynslu Anastasíu.

- Auglýsing -

„Ég held að allar mæður fái einhvern tímann hugsanir á borð við „mun ég geta elskað þetta barn jafn heitt og ég elska hitt barnið mitt?“ En það er alveg magnað hversu miklu hjartað getur tekið við og hvað plássið stækkar með hverju barni.“

Henni segist einnig hafa brugðið við það hve mikið henni fannst eldra barnið sitt stækka við komu þess litla. „Mér fannst hann hafa fullorðnast og stækkað svo rosalega bara á meðan ég var á fæðingardeildinni.“

Anastasía segir að með tilkomu annars barns hafi hún náð mun minni svefn en áður, lítinn sem engan frítíma hafa gefist, magapoki og burðarsjöl hafi orðið hennar bestu vinir og segir hún að orðatiltækið „eitt sem eitt og tvö sem tíu“ sé nokkuð rétt.

- Auglýsing -

Afbrýðisemi og systkinaást

Afbrýðisemi segist hún hafi brotist út hjá eldra barni sínu með tilkomu litla krílisins, sem hún hafi gert ráð fyrir og verið búin að lesa sér til um það áður en litla systkinið kom í heiminn. Hana hafi þó aldrei grunað á hve mismunandi hátt afbrýðissemin geti birst.

Hún segir það mikilvægt að njóta þess tíma sem gefst með stóra systkininu: „Allar litlu gæðastundirnar sem þú átt með eldra barninu verða svo extra dýrmætar, bara það að labba saman í leikskólann eins og við gerðum svo oft áður urðu alveg sérstaklega mikilvægar þegar litla systkinið var mætt,“ segir Anastasía.

Mikilvægast af öllu að nefna finnst henni þó vera systkinaástin. „Þú munt aldrei sjá neitt fallegra en þessar tvær litlu manneskjur sem þú bjóst til faðmast og vernda hvort annað. Það gjörsamlega sprengir mömmuhjartað!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -