Fimmtudagur 2. maí, 2024
6.1 C
Reykjavik

Anna minnist Arnar: „Þetta er mikið sjokk enda ósköp indæll maður“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þetta var ósköp indæll maður og ég hef ekkert nema gott af honum að segja,“ segir Anna J. Bjarnadóttir, nágranni Arnar Ingólfssonar sem fannst látinn utandyra í Breiðholti. Aðspurð segist Anna ekki hafa þekkt Örn náið en þau hafi þó ávallt heilsast á göngunum.

Hún hafði ekki séð til hans í nokkrar vikur en tengdi þó ekki fréttaflutning af líkfundi í Breiðholtinu við nágranna sinn. „Við þekktumst ekki mikið en heilsuðumst alltaf og buðum góðan daginn. Þegar mér var sagt þetta þá var það auðvitað mikið sjokk. Þó Örn hafi verið hlédrægur rólyndismaður og virtist ekki eiga neina að var hann fyrirmyndarnágranni og missir að honum,“ segir Anna.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur komist að nafni mannsins sem fannst látinn í Breiðholti, neðan Erluhóla, á dögunum. Hann hét Örn Ingólfsson og var 83 ára þegar hann lést.

Enginn hafði tilkynnt hvarf hans og virtist enginn vita að hann væri týndur. Ekkert sak­næmt er talið hafa átt sér stað. Málið hefur vakið talsverða athygli því sjaldgæft er að enginn veiti því eftirtekt ef Íslendingur hverfur skyndilega í miðri borg.

Lík Arnar heitins fannst í rjóðri fyrir neðan Erluhóla og var talið hafa verið þar í nokkurn tíma. Ekki er fyllilega ljóst hvenær hann lést en ljóst er að það eru nokkrir mánuðir síðan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -