Föstudagur 26. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Anna vill sekta fyrir brot á sóttvarnalögum – Ríkissjóður hefði grætt 35 milljónir á Ásmundarsal

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Anna Kristjánsdóttir, vélstjóri á eftirlaunum, hefur búið á Tenerife allt þetta ár. Hún spyr á Facebook hvers vegna Íslendingar sekti ekki þá sem brjóta gegn sóttvarnarreglum líkt og Spánverjar. Hún segir að ef Íslendingar hefðu jafnháar sektir og á Spáni þá hefði alræmt partý í Ásmundarsal skilað ríkissjóði 35 milljónum króna.

„Ég var að velta fyrir mér stöðunni á bláfátækum ríkissjóði Íslands sem mér skilst að standi mjög tæpt vegna krónuveirunnar. Hér í Paradís voru innleiddar skerptar reglur fyrir jólin og hækkaðar sektir fyrir brot á sóttvarnarreglum sem nú nema frá 3000€ allt að 60,000€. Af hverju ekki gera slíkt hið sama á Íslandi?,“ spyr Anna.

Hún tekur svo sem dæmi mál málanna um þessi jól, sóttvarnarbrot Bjarna Benediktssonar og um 50 annarra í Ásmundarsal. „Um daginn var haldið fjölmennt samkvæmi ungs fólks í Ásmundarsal við Freyjugötu í Reykjavík. Þar voru samankomin um 50 manns sem brutu sóttvarnarreglur. Sektirnar fyrir brotið verða þá samtals 150,000€ fyrir samkvæmisgestina en 60,000€ fyrir ábyrgðarmann samkvæmisins. Þetta eina samkvæmi myndi þá gefa af sér nærri 35 milljónir íslenskra króna í ríkissjóð Íslands og fjármálaráðherra yrði himinlifandi með innkomuna,“ skrifar Anna.

Annað brot átti sér stað í Landakotskirkju daginn eftir og telur Anna að kaþólsku kirkjunni muni ekki um nokkrar milljónir. „Hjón með einkabílstjóra þyrftu þá að greiða 6000€ að því tilskyldu að bílstjórinn bíði úti í bíl á meðan, annars 9000€. Við skulum svo leika okkur með upphæðina sem ríkissjóður hefði fengið fyrir messuna í Landakotskirkju á aðfangadagskvöld. Páfagarður er hvort eð er forríkur og munar ekkert um þessar 10 milljónir sem Landakotskirkja hefði þurft að greiða og eru þá sektir kirkjugestanna ótaldar sem eru nærri hálf milljón á haus,“ skrifar Anna og bætir við að lokum:

„Ég hvet fjármálaráðherra eindregið til að taka upp þessa góðu reglu sem nú er í gildi á litlum eyjum undan Afríkuströndum og beita fullri hörku við innheimtu sektanna. Ekki veitir af.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -