Föstudagur 26. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Arnar um kosningaþátt á RÚV: Gunnar Smári iðulega spurður um fortíð sína en Bjarni Ben ekki

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
,,Smá pælingar varðandi umfjöllun um kosningarnar. Horfði á Forystusætið á RÚV þar sem Gunnar Smári Egilsson sat fyrir svörum. Spyrlar stóðu sig ágætlega og GSE einnig enda reyndur maður í fjölmiðlum. Hann má hins vegar ekki fara í viðtal án þess að vera spurður um fortíð sína í atvinnulífinu. Einkaþota hér, gjaldþrot þar, eins og gengur og gerist,“ segir Arnar og bætir þessu við:
„Það er mjög gott að GSE fái tækifæri til þess að svara fyrir þetta á RÚV.“
Honum finnst þó ekki faglegt ,,af RÚV að hafa ekki gefið Bjarna Benediktssyni tækifæri til að útskýra sín ævintýri úr viðskiptalífinu og af hverju ýmsar fjármálastofnanir hafi þurft að afskrifa um 130 milljarða tengdum þessum ævintýrum. Þarna er klárlega gengið framhjá Bjarna og þá fara gróusögur á kreik. Best væri ef hann fengi tækifæri til að segja okkur frá þessu. Besta tækifærið væri einmitt rétt fyrir kosningar þegar allir eru að hlusta.“
Arnar segir síðan að ,,svo getur líka vel verið að ég sé í ruglinu. Kannski er til eitthvað ósýnilegt kerfi sem ég þekki ekki sem virkar þannig að þegar menn eru komnir inn fyrir hurðargaflinn við Austurvöll sé bannað að spyrja aftur. Kannski verður GSE aldrei aftur minntur á fyrri afrek sín í blaðamennsku og bisness?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -