Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra Ísland var rétt í þessu tilnefnd af samtökunum One Young World sem sá alþjóðastjórnmálamaður af yngri kynslóðinni sem skarað hefur hvað best fram úr í ár. Á ensku útleggst það sem One Young World Politician of the Year.
Samtökin veit árlega verðlaun til ungs fólks sem þykir hafa skarað fram úr í heiminum á sínu sviði. Er þá um að ræða blaðamenn, stjórnmálamenn og athafnafólk svo eitthvað sé nefnt. Samtökin halda árlegar ráðstefnur en meðal ráðgjafa í þeim má nefna Justin Trudeau, Paul Polman and Meghan Markle en er þetta hugsað sem alþjóðavettvang fyrir unga leiðtoga.

Áslaug Arna birti fyrir stundu ljósmynd af sér á Instagram sem hún fékk frá One Young World samtökunum og tilkynnir að hún hafi hlotið þessa tilnefningu.
„Mér er það heiður að hafa hlotið tilnefninguna One Young World Politician of the Year Award!“ skrifaði Áslög (lauslega þýtt úr ensku)
„Ég er tilnefnd ásamt ótrúlegu stjórnmálafólki af yngri kynslóðinni alls staðar af heiminum sem hefur haft jákvæð alþjóðleg áhrif og hefur veitt öðrum leiðtogum innblástur.“
View this post on Instagram