Þriðjudagur 7. maí, 2024
2.1 C
Reykjavik

Átakanleg saga Sinead O’Connor: „Börnin mín vilja ekki þekkja mig“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eins og áður hefur verið greint frá fannst söngkonan Sinead O’Connor látin í gær, aðeins 56 ára að aldri. Margir syrgja söngkonuna enda var hún talin ein sú besta í sínun fagi. Breska lögreglan hefur nú gefið út yfirlýsingu í sambandi við andlát Sinead en þar segir meðal annars að enginn grunur sé um saknæmt athæfi.
„Lögreglan var kölluð út klukkan 11:18, miðvikudaginn 26 júlí eftir tilkynningu um meðvitundarlausa konu. Konan var úrskurðuð látin stuttu eftir komu lögreglu. Ekki er grunur um að saknæmt athæfi hafi átt sér stað,“ segir í yfirlýsingu bresku lögreglunnar.

Sinead missti 17 ára son sinn sem féll fyrir eigin hendi eftir útskrift af geðdeild. Hann lést í janúar í fyrra. Síðasta færsla Sinead á samfélagsmiðlinum Twitter var tileinkuð látnum syni hennar. „Hef lifað sem ódauð myrkravera síðan. Hann var ástin í lífi mínu, ljós sálar minnar. Við vorum tveir helmingar af einni sál. Hann var sá eini sem elskaði mig skilyrðislaust. Ég er týnd án hans, “ skrifaði söngkonan við mynd af syni sínum, Sean.
Sinead skilur eftir sig þrjú börn, Jake, 36 ára, Roisin, 28 ára og Yeshua, 17 ára. Hún átti eitt barnabarn sem var fæddur árið 2015.

Sinead átti erfiða æsku og var beitt ofbeldi af móður sinni. Hún var opin með sögu sína en sönkonan var greind með áfallastreituröskun, jaðarpersónuleikaröskun og geðhvörf. Nokkrum sinnum reyndi hún að taka eigið líf. „Hún beitti mig líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Hún reyndi ekki að misnota mig heldur voru mörg skipti þar sem hún reyndi að koma í veg fyrir að ég gæti átt börn. Þetta var líka mikið andlegt ofbeldi. Í rauninni voru þetta pyntingar. Ég hef fyrirgefið mömmu, hún var veik,“ sagði Sinead í viðtali við People árið 2012.
13 ára flutti hún til föður síns en fór þá að sína mikla áhættuhegðun. Sinead var þá flutt á geðspítala þar sem hún dvaldi í 18 mánuði. Hún sagði að þar hafi hún upplifað þjáningar og mikinn ótta.
Árið 1999 reyndi Sinead að taka eigið líf eftir ásakanir um að hún væri óhæf móðir og langa forræðisdeilu við föður dóttur sinnar sem var þá þriggja ára. Ári síðar gerði hún aðra sjálfsvígstilraun eftir að hún var greind með geðhvörf.

Eftir sjálfsvíg sonar síns var Sinead lögð inn á geðdeild. Viku eftir andlátið setti hún færslu á samfélagsmiðla þar sem hún sagðist verða að fylgja syni sínum. „Það er enginn tilgangur í því að lifa án hans. Allt sem ég snerti skemmi ég. Ég lifði fyrir hann og nú er hann farinn. Ég hef rústað fjölskyldunni minni. Börnin mín vilja ekki þekkja mig,“ skrifaði Sinead á Twitter. Seinna setti hún aðra færslu þar sem hún baðst afsökunar. „Fyrirgefið mér, ég hefði ekki átt að skrifa þetta. Ég er með lögreglunni núna og á leið á spítalann. Fyrirgefið að ég hræddi alla. Ég er týnd án sonar míns og ég hata sjálfa mig. Spítalinn mun hjálpa í einhvern tíma en ég ætla að fara og finna Shane. Þessu er bara frestað.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -