Miðvikudagur 30. nóvember, 2022
9.8 C
Reykjavik

Átta milljónir í styrk og 60% af launum

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Á vef Seðlabanka Íslands má sjá samninginn sem Seðlabankinn gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur í apríl 2016.

 

Seðlabanki Íslands hefur birt samning sem gerður var við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, 29. apríl 2016. Um samning um stuðning við námsdvöl og leyfi frá störfum er að ræða.

Í samningnum kemur fram að Ingibjörg fékk leyfi frá störfum þar til námi sem hún stundaði við Harvard-háskóla á árunum 2016 til 2017 lauk.

Seðlabankinn samdi um að greiða styrk vegna skólagjalda-, bóka- og ferðakostnaðar sem nemur 4 milljónum króna fyrir hvort ár, eða samtals 8 milljónir króna. Til viðbótar greiddi bankinn Ingibjörgu 60 prósent af mánaðarlaunum hennar í tólf mánuði. Á vef Fréttablaðsins kemur fram að samkvæmt heimildum blaðsins hafi Ingibjörg verið með um 1,4 milljónir í mánaðarlaun og gerir þetta því 18 milljónir í heildina.

Þess má geta að ár er liðið síðan Fréttablaðið óskaði fyrst eftir afriti af samningnum en beiðninni var hafnað. Þá vísaði Fréttablaðið málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál og komst nefndin að þeirri niðurstöðu að bankanum bæri að afhenda samninginn. Seðlabankinn höfðaði mál á hendur blaðamanni Fréttablaðsins í héraðsdómi og var dómur kveðinn upp á föstudag þar sem Seðlabankanum var gert að afhenda samninginn.

„Dómurinn hefur nú verið yfirfarinn og metinn í Seðlabanka Íslands og sú ákvörðun hefur verið tekin að áfrýja dóminum ekki til Landsréttar heldur una honum og afhenda blaðamanni Fréttablaðsins umbeðinn „Samning um stuðning við námsdvöl og leyfi frá störfum“,“ segir meðal annars á vef Seðlabankans.

Skjáskot af samningnum sem Seðlabankinn birti á vef sínum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -