- Auglýsing -
Banaslys varð við Arnarstapa á Snæfellsnesi í gær.
Lögreglunni á Vesturlandi fékk tilkynning rétt fyrir hádegi í gær um að maður hefði fallið fram af björgum við Arnarstapa á Snæfellsnesi; lá hann hreyfingarlaus í fjörunni fyrir neðan klettanna.
Aðstæður til björgunarstarfa voru afar erfiðar og ekki var hægt að komast að fjörunni nema sjóleiðina.
Maðurinn var síðan úrskurðaður látinn á vettvangi af lækni er fyrstur kom á vettvang ásamt björgunarsveit.
Leiðindaveður grúfði yfir; rigning og þoka er þegar slysið varð og afar hált á bjargbrúninni.
Sem stendur eru tildrög slyssins til rannsóknar hjá lögreglunni á Vesturlandi.