Föstudagur 9. júní, 2023
8.8 C
Reykjavik

Bjartur er einn af fjölskyldunni – „Ég vil ekki trúa að slík mannvonska sé til“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Bjartur hefur því verið ástvinur okkar og einn af fjölskyldunni síðan systir mín dó,“ segir Ástrós Una Jóhannesdóttir inni á Hundasamfélaginu á Facebook. En Ástrós tók að sér Bjart, sem er hundur af tegundinni Chiuaha, eftir að systir hennar Arndís Halla lést úr krabbameini árið 2018.

Ástrós er einstæð móðir með þrjú börn og býr í fjölbýli. Eins og núverandi lög eru þarf að fá samþykki 2/3 þeirra sem deila stigagangi eða inngangi. Hún býr í fjölbýlishúsi þar sem eru þrír stigagangar. Fyrir liggur samþykki meira en 2/3 hluta þeirra sem deila með henni stigagangi en hins vegar er það svo að stigagangarnir þrír deila sameiginlegum inngangi í kjallara. Einhverjir nágrannar hennar, sem þó deila ekki með henni stigagangi, eru óánægðir með veru hundsins Bjarts hjá henni og telja að þar sem það er sameiginlegur inngangur í kjallara að þá sé hún ekki með leyfi til að halda hann í íbúð sinni. Þrátt fyrir að hún hafi ekki og mun aldrei þurfa að ganga með Bjart inn um kjallarainnganginn til að komast að íbúð sinni. Núna er mál hennar statt hjá kærunefnd húsamála, þar sem skera á úr um hvort hún hafi aflað nægilegs samþykkis með því að fá samþykki 2/3 þeirra sem deila með henni stigagangi eða hvort íbúi/ar sem búa í sömu blokk og hún en í öðrum stigagöngum eigi aðild að málinu þrátt fyrir að hundurinn þurfi aldrei að ganga þar um. Bjartur þarf aðeins að fara um þennan eina stigagang.

„Það er því ekki víst að ég og dætur mínar fáum að hafa elsku litla Bjart hjá okkur áfram. Tilhugsunin um að þurfa kannski að láta hann frá okkur er óbærileg. Ég vil ekki trúa að slík mannvonska sé til. Að nokkur skuli vilja bæta í alla sorgina og söknuðinn sem andlát systur minnar hefur haft á okkur með því að gera allt til að koma í veg fyrir að við getum fengið að elska litla voffann hennar er mér með öllu óskiljanlegt,“bætir hún við.

Ástrós Una Jóhannesdóttir stóð einnig fyrir undarskriftalista til stuðnings frumvarpi um breytingu á lögum um fjöleignarhús. Samkvæmt frumvarpinu yrði katta og hundahald í fjölbýlishúsum ekki háð leyfi annarra íbúa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -