Föstudagur 26. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Björn orðlaus í Reykjavík: „Sígarettustubbarnir skipta líklega þúsundum framan við þessa verslun“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björn Birgisson, samfélagsrýnir og Grindvíkingur, segir sóðaskapinn sem fylgir reykingarfólki ótrúlegan og birtir á Facebook myndina sem má sjá hér fyrir neðan. Hann áætlar að fyrir utan eina búð í Ármúlanum í Reykjavík sé um þúsund stubbar.

„Stubbaborgin. Á þessu bílastæði við verslun í Ármúlanum í Reykjavík er pláss fyrir kannski 10 bíla. Þau líta öll út eins og myndin sýnir. Sígarettustubbarnir skipta líklega þúsundum framan við þessa verslun. Virkilega sóðalegt að sjá,“ segir Björn.

Hann veit upp á hár hverjum þetta er að kenna. „Ekki borginni að kenna, ekki eigendum verslunarinnar – heldur sóðunum sem henda þessu frá sér. Þið sem þetta gerið: Reynið að drullast til að setja stubbana ykkar í vasann og henda síðan í ruslið heima hjá ykkur!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -