Þriðjudagur 28. nóvember, 2023
2.1 C
Reykjavik

Blóðbóndi kærir Ingólf

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Frétta­menn Rík­is­sjón­varps­ins gætu verið í nokkrum vanda vegna kæru Orra Guðmundssonar bónda á hendur þeim. Orri rekur bú með blóðmerar að Holti undir Eyjafjöllum. Á dögunum varð hann var við dróna sem sveimaði lágt yfir búi hans. Við eftirgrennslan kom í ljós að þar var um að ræða starfsmenn fréttaskýringarþáttarins Kveiks sem að sögn Morgunblaðsins þrættu upphaflega fyrir að hafa með drónann að gera en viðurkenndu verknað sinn í framhaldinu. Þeir hafa nú verið kærðir til lög­reglu og Persónuverndar auk þess að Samgöngustofu hefur verið tilkynnt um atvikið. Ingólfur Sigfússon er ritstjóri Kveiks. Þetta mál kann að verða honum og Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra erfitt ef sekt sannast.

Annað sakamál á hendur stofnuninni bíður niðurstöðu. Það snýst um aðild starfsmanna Ríkisútvarpsins að þjófnaði og afritun á síma Páls Steingrímssonar skipstjóra sem lá á milli heims og helju á sjúkrahúsi þegar sími hans var afritaður í höfuðstöðvum Ríkisútvarpsins og upplýsingar úr símanum framseldar öðrum fjölmiðlum.

Þriðja málið sem hvílir sem skuggi yfir Ríkisútvarpinu er skattamál Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, umsjónarmanni Kastljóss og formanns Blaðamannafélags Íslands, sem fullyrt er að hafi farið gróflega á svig við skattalög. Sigríður Dögg, sem hefur hunsað nákvæmar spurningar Mannlífs, nýtur stuðnings útvarpsstjóra þrátt fyrir ávirðingar um skattsvik við svarta útleigu á nokkrum íbúðum …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -