Miðvikudagur 17. júlí, 2024
11.8 C
Reykjavik

Bókabúðinni skellt í lás í þriðja sinn á rúmum áratug

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lokun bókabúðar Máls og menningar við Laugarveg er þriðja lokun verslunarinnar á rétt rúmum áratug. Fullyrt er að um tímabundna lokun bókabúðarinnar sé að ræða og verður kaffihúsinu í sama húsnæði einnig lokað um óákveðinn tíma.

„Heyrðu fínt, takk fyrir það og bless.“

Greint er frá lokuninni í dag á Facebook-síðu verslunarinnar en þar þakkar starfsfólk viðskiptavinum fyrir sýndan skilning og afsakar ónæðið sem af lokuninni skapast. Stefnt er að enduropnun ef marka má síðuna þar sem áhugasamir geta fylgst með.

Bókabúð Máls og menningar var stofnuð árið 1940 og var lengst af í eigu samnefnds útgáfufélags. Verslunin hefur verið til húsa við Laugarveg 18 en undir merkjum Pennans varð bókaverslun gjaldþrota í húsnæðinu árið 2009. Skiptum á þrotabúi félagsins lauk árið 2011 þar sem ekkert fékkst upp í um 7.5 milljarða kröfur.

Við gjaldþrot Pennans losnaði húsnæðið og Bókmenntafélag Máls og menningar varð til í ág­úst 2009, þegar Kaupang­ur, eig­andi hús­næðis­ins, keypti rekst­ur Bóka­búðar Máls og menn­ing­ar. Tveimur árum síðar, í febrúar 2011, var starfsfólki skyndilega tilkynnt um gjaldþrot félagsins og að verslunin yrði ekki opnuð daginn eftir. Gjaldþrot félagsins nam 112 milljónum króna og fékkst lítið upp í þær kröfur.

Mánuði síðar var tilkynnt að eigandi bóka­búðar­inn­ar Iðu við Lækj­ar­götu, Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, tæki við rekstr­in­um er hún tók á leigu bæði hús­næðið og nafn Máls og menn­ing­ar. Nú er svo komið að bókabúðin lokar enn á ný og óljóst um framhaldið.

Mannlíf leitaði viðbragða hjá eiganda húsnæðisins um hvert mögulegt framhald reksturs verði í verslunarhúsnæðinu. Skemmst er frá því að segja að viðbrögðin voru heldur snubbótt og augljóst að Bjarki Júlíusson eigandi vildi ekki ræða málin. „Ég á húsnæðið en ég á ekki reksturinn sem er þar inni. Heyrðu fínt, takk fyrir það og bless,“ sagði Bjarki.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -