2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Bóndinn Sigurður fær að heita Sigríður

Sigurður Hlynur Helguson Snæbjörnsson, bóndi að Öndólfsstöðum í Reykjadal, hefur fengið heimild hjá Þjóðskrá Íslands til að breyta um nafn. Framvegis heitir hann Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson.

Breytingin er gerð á grundvelli nýrra laga um kynrænt sjálfræði. Í samtali við RÚV segir Sigríður Hlynur að hann hafi viljað heita í höfuðið á ömmu sinni. Hann hefur fram að þessu lítið sem ekkert notast við Sigurðs-nafnið og flestir honum nákomnir kalla hann Hlynur. Aðspurður segist hann lítið finna fyrir fordómum vegna þessa nema frá nokkrum „virkum í athugasemdum.“

Alls hafa tíu umsóknir borist Þjóðskrá um breytingu á skráningu kyns frá því lögin tóku gildi. Í öllum tilfellum nema einu er einnig farið fram á nafnabreytingu en Sigríður Hlynur er sá eini sem hefur óskað eftir nafnbreytingu einni og sér.

Það kostar 9.000 krónur að breyta eiginnafni og er hægt að ganga frá greiðslu í heimabanka. Um leið og staðfesting frá Þjóðskrá berst tekur breytingin gildi.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is