Miðvikudagur 10. ágúst, 2022
9.8 C
Reykjavik

Býður Guðmundur Árni sig fram? „Ég er enn undir feldi – Sannarlega verk að vinna í Hafnarfirði“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Sendiherrann og fyrrverandi ráðherrann, Guðmundur Árni Stefánsson hefur verið hvattur af mörgum til að bjóða sig fram í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Samfylkingarmaðurinn Guðmundur Árni var bæjarstjóri í Hafnarfirði á árunum 1986 til 1991, eftir tvo glæsilega sigra í röð í sveitarstjórnarkosningunum, þá undir merki Alþýðuflokksins sem rann síðan að mestu inn í Samfylkinguna nokkrum árum síðar.

Mannlíf náði tali af Guðmundir Árna og spurði hvort satt væri að hann væri að hugsa um að bjóða sig fram á nýjan leik í Hafnarfirði

„Ég er að flytja frá Winnipeg að eigin ósk vegna fjölskylduástæðna. Fer síðan í leyfi frá utanríksráðueytinu næstu mánuði. Og það er rétt að flokksmenn í Samfylkingunni hafa fjölmargir rætt við mig að taka þátt í kosningunum næsta vor fyrir jafnaðarmenn, Samfylkinguna,“ sagði Guðmundur Árni og bætti við:

„Framboðsfrestur í prófkjöri sem haldið verður 12.febrúar rennur út næsta föstudag. Ég er að hugsa minn gang og tek ákvörðun fyrir vikulokin.“

Guðmundur Árni yrði án vafa gríðarlegur styrkur fyrir Samfylkinguna í Hafnarfirði, sem nú situr í minnihluta bæjarstjórnar.

- Auglýsing -

Nýlega gaf einn reyndasti og virtasti bæjarfulltrúi Hafnarfjarðar, Adda María Jóhannsdóttir það út að hún gæfi ekki kost á sér fyrir Samfylkinguna í komandi kosningum.

Guðmundur Árni gæti mögulega fyllt skarð Öddu sem er stórt.

„Það er sannarlega verk að vinna í Hafnarfirði og mikilvægt að koma jafnaðarmönnum að stjórn bæjarins. En sem sé: Enn undir feldi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -