Endurtalning atkvæða í Norðvesturkjördæmi fór fram í dag. Þar kom í ljós að atkvæði Viðreisnar og Miðflokks höfðu verið talin vitlaust. Níu atkvæði voru oftalin hjá Viðreisn og um fimm hjá Miðflokkinum. Þetta hafði áhrif á stöðu átta frambjóðenda. Fjórir sem héldu að þér væru þingmenn víkj afyrir fjórum sem hörmuðu stöðu sína í morgun.
Þetta breytir úrslitunum töluvert en eru breytingarnar á þennan veg:
Lenya Rún Taha Karim fellur út sem jöfnunarmaður Pírata. Þá kemur Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður inn í hennar stað fyrir Samfylkinguna.
Guðmundur Gunnarsson fer út fyrir Viðreisn í Norðvesturkjördæmi og Bergþór Ólason kemur í hans stað.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir í Samfylkingunni dettur út í Reykjavík suður og í hennar stað kemur Orri Páll Jóhannsson fyrir Vinstri græna.
Hólfríður Árnadóttir fyrir Vinstri græna dettur út í Suðurkjördæmi og kemur þar inn Guðbrandur Einarsson hjá Viðreisn í stað hennar.
Síðast en ekki síst dettur Karl Gauti Hjaltason Miðflokksmaður út í Suðvesturkjördæmi og tekur Gísli Rafn Ólafsson hans sæti fyrir Pírata.