Mánudagur 17. janúar, 2022
5.9 C
Reykjavik

Ekkert Met Gala í ár

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Anna Wintour, ritstjóri og listrænn stjórnandi Condé Nast, tilkynnti í gær að Met Gala-ballinu hefur verið aflýst en ballið er einn stærsti viðburður tískuheimsins og haldið árlega.

Tilkynning þess efnis að ballinu væri aflýst var send út í gær. Met Gala átti að fara fram 4. maí á Metropolitan Museum of Art í New York en öllum viðburðum í safninu til 15. maí, þar sem fleiri en 50 koma saman, hefur verið aflýst vegna útbreiðslu COVID-19. Þessu er greint frá á vef The New York Times.

Wintour er í forsvari fyrir ballið sem er jafnframt góðgerðasöfnun. Það er hún sem sér um allt skipulag og útbýr gestalistann fyrir Met Gala en það þykir mikill heiður að fá boðskort á viðburðinn. Wintour sagði það hafa verið óumflýjanlegt að fresta ballinu í ár.

Í fyrra mættu 550 gestir á Met Gala og upphæð sem nemur um tveimur milljörðum króna safnaðist á ballinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -