Þriðjudagur 30. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

„Ekki bara fyrir fólk sem er með doktorspróf í málfræði“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björg Magnúsdóttir er annar umsjónarmaður skemmtiþáttarins Kappsmál sem hefur göngu sína á föstudaginn. Hún segir að glens og góð stemmning verði í aðalhlutverki í þáttunum.

 

Kappsmál er nýr, íslenskur skemmtiþáttur sem hefur göngu sína á föstudaginn klukkan 19:45 á RÚV. Umsjónarmenn þáttanna eru þau Björg Magnúsdóttir og Bragi Valdimar Skúlason.

Í þáttunum fá Björg og Bragi til sín góða gesti sem eiga það sameiginlegt að hafa gaman af íslenskri tungu. Keppendur í fyrsta þætti eru Svanhildur Hólm, Arnmundur Ernst Backman Björnsson, Bergur Ebbi Benediktsson og Rakel Garðarsdóttir.

„Þátttakendur etja kappi í fjölbreyttum orðaleikjum og þrautum, meðal annars í taugatrekkjandi stöfunarkeppni og í sérhannaðri útgáfu af hengimanni,“ segir í tilkynningu um þáttinn.

„Kappsmál er fyrir alla landsmenn og alls ekki bara fyrir fólk sem er með doktorspróf í málfræði. Ég meina, hver hefur ekki gaman af því að sjá landsþekkta keppendur stafa flókin orð undir tímapressu fyrir framan sjónvarpsmyndavélar,“ segir Björg þegar hún er spurð út í þættina.

„Ég er bæði mjög spennt en líka pínu stressuð…“

Björg lofar góðri skemmtun. „Glens, húmor og stemning eru í aðalhlutverki og svo held ég að það sé nokkuð öruggt að fólk muni læra eitthvað nýtt um okkar dásamlega tungumál í leiðinni.“

- Auglýsing -

Björg viðurkennir að hún sé svolítið stressuð. „Ég er bæði mjög spennt en líka pínu stressuð fyrir viðtökunum og minni bara á að uppbyggileg gagnrýni toppar alltaf óhugsað drull á internetinu,“ segir hún hress.

Þættirnir verða á dagskrá RÚV öll föstudagskvöld í vetur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -