- Auglýsing -
Nóttin hjá lögreglunni var róleg en barst tilkynning klukkan hálf fimm í nótt um að kviknað væri í íbúð í Kópavogi. Slökkviliðsmenn mættu fljótt á staðinn og lauk slökkvistarfinu um korteri eftir að tilkynningin barst. Íbúðin reyndist sem betur fer mannlaus.
Þá þurfti lögregla að hafa afskipti af manni vegna ástands hans. Maðurinn fór með lögreglu niður á stöð þar sem hann gisti í fangaklefa.