Mánudagur 14. október, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Er Gylfi Þór að ganga í raðir Grindvíkinga? „Hann vill koma sér í gang, bara það sé spilað á grasi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður hefur enn ekki gert upp hug sinn varðandi það hvort hann taki fram skóna á nýjan leik eftir að hafa verið settur á ís í tvö ár af lögreglunni í Manchester. Gylfi Þór er laus allra mála og ljóst að mörg lið vilja njóta krafta hans á vellinum.

Framtíð Gylfa Þórs í tengslum við knattspyrnu var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Dr. Football:

Hjörvar Hafliðason

„Ég hef heyrt að Gylfi Þór Sigurðsson sé staddur á Spáni núna að æfa fótbolta,“ sagði stjórnandinn Hjörvar Hafliðason; sagðist Hjörvar hafa heyrt af því að Gylfi Þór sé að skoða að spila á Íslandi; að Lengjudeildin gæti verið raunhæfur kostur: „Ég hef heyrt að Gylfi sé jafnvel til í að koma sér í gang á Íslandi; sé nokk sama hvort það sé í A-deild eða B-deild; bara að það sé spilað á grasi.“

Grindavíkurvöllur.

Hjörvar segir að hann hafi athyglisverðar fréttir, sem þó eru alls ekki staðfestar:

„Ég hef heyrt Grindavík í því samhengi. Hann vill koma sér í gang. Ég hef líka heyrt að hann sé með tilboð frá Katar. Ég vona að ég sjái hann spila fótbolta aftur.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -