• Orðrómur

Erlendir nemar hætta við komu vegna COVID-19

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Er­lend­ir nem­end­ur sagðir hætta við að koma í nám í HÍ í haust vegna COVID-19 faraldursins.

Starfsfólk á skrif­stofu alþjóðasam­skipta Há­skóla Íslands hefur orðið vart við að erlendir nemendur séu að hætta við nám við skólann vegna heimsfaraldursins. „Marg­ir skól­ar hafa þegar tekið þá ákvörðun að taka fyr­ir skipti­nám, að minnsta kosti á haust­miss­eri, og heim­ila hvorki sín­um nem­end­um að fara né að taka á móti nem­end­um,“ seg­ir Friðrika Þóra Harðardótt­ur, for­stöðumaður skrif­stofu alþjóðasam­skipta í Morg­un­blaðinu í dag.

Hún segir aðra nem­end­ur sæta ferðatak­mörk­un­um, erfitt sé fyrir þá að út­vega fylgigögn og fá vega­bréfs­árit­an­ir. Al­geng­ara sé að þeir treysti sér ekki til að ferðast á þess­um óvissu­tím­um.

- Auglýsing -

Í umfjöllun Morgunblaðsins kemur fram að er­lend­ir nem­end­ur við há­skól­ann, þ.e. skipt­inem­ar og er­lend­ir nem­ar á eig­in veg­um, hafi verið 1.550 á síðasta ári. Ekki sé vitað hversu marg­ir þeir verða næsta haust.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -