Hljóðblandaði ræðu Gretu Thunberg við lagið Right Here, Right Now

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Tónlistarmaðurinn Fatboy Slim hljóðblandaði ræðu Gretu Thunberg við lag sitt Right Here, Right Now og spilaði á tónleikum á föstudaginn.

 

Ræðan sem sænska bar­áttu­kon­an Greta Thun­berg flutti á leiðtogafundi Sam­einuðu þjóðanna um lofts­lags­mál í september vakti mikla athygli. Þar sagði hún leiðtoga heimsins hafa brugðist hvað aðgerðir í loftslagsmálum varðar.

Plötusnúðurinn og tónlistarmaðurinn Fatboy Slim nýtti upptöku af ræðunni umræddu í „remix“ sem hann spilaði á tónleikum í borginni Gateshead í Englandi um helgina. Um hljóðblöndun af ræðu Gretu og laginu Right Here, Right Now er að ræða.

Myndband frá tónleikunum hefur farið sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum í dag. Það má sjá hér fyrir neðan.

Lagið Right Here, Right Now kom úr árið 1989 og er af plötunni You’ve Come a Long Way, Baby.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Vögguvísur Hafdísar Huldar sú mest selda

Plata söngkonunnar Hafdísar Huld, Vöggu­vís­ur, er mest selda plata árs­ins­ 2020. Vögguvísur seld­ist í 3.939 ein­taka sam­kvæmt...

Nýtt í dag

Harpa og Júlíus selja glæsieignina á Kársnesi

Harpa Þórunn Pétursdóttir, lögfræðingur hjá Orkustofnun, og Júlíus Kemp, kvikmyndagerðarmaður, hafa sett einbýlishús sitt við Kársnesbraut á...

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -