2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Hljóðblandaði ræðu Gretu Thunberg við lagið Right Here, Right Now

Tónlistarmaðurinn Fatboy Slim hljóðblandaði ræðu Gretu Thunberg við lag sitt Right Here, Right Now og spilaði á tónleikum á föstudaginn.

 

Ræðan sem sænska bar­áttu­kon­an Greta Thun­berg flutti á leiðtogafundi Sam­einuðu þjóðanna um lofts­lags­mál í september vakti mikla athygli. Þar sagði hún leiðtoga heimsins hafa brugðist hvað aðgerðir í loftslagsmálum varðar.

Plötusnúðurinn og tónlistarmaðurinn Fatboy Slim nýtti upptöku af ræðunni umræddu í „remix“ sem hann spilaði á tónleikum í borginni Gateshead í Englandi um helgina. Um hljóðblöndun af ræðu Gretu og laginu Right Here, Right Now er að ræða.

Myndband frá tónleikunum hefur farið sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum í dag. Það má sjá hér fyrir neðan.

AUGLÝSING


Lagið Right Here, Right Now kom úr árið 1989 og er af plötunni You’ve Come a Long Way, Baby.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum