Þriðjudagur 19. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Theresa May gafst upp á Brexit og boðar afsögn sína

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Theresa May mun stíga úr stóli forsætisráðherra þann 7. júní eftir að hafa mistekist að finna lausn á útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Baráttan um eftirmann May er þegar hafin innan Íhaldsflokksins.

May tilkynnti um ákvörðun sína í ávarpi fyrir utan Downing-stræti 10 í morgun. Segir á vef BBC að May hafi augljóslega verið mikið niðri fyrir og runnu tár á hvarmi hennar er hún ávarpaði þjóðina.

May sagðist hafa gert sitt allra besta til að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Brexit og að það sé henni mikið áfallað það hafi ekki tekist. Hún hafi ávallt gert það sem hún taldi að væri best fyrir Bretland.

May tók við embættinu af David Cameron fyrir þremur árum og hefur stjórnartíð hennar einkennst af Brexit. Breska þingið hafnaði í þrígang útgöngusamngnum sem hún undirritaði við Evrópusambandið. Til stóð að gera fjórðu atlöguna í júní en þegar ljóst varð að samstaðan yrði engu meiri í það skiptið óx þrýstingur á hana um að segja af sér.

Nú fer í gang heilmikil valdabarátta bæði fyrir framan og aftan tjöldin í Íhaldsflokknum. Boris Johnson, fyrrum utanríkisráðherra, er líklegur til að bjóða sig fram. Hvaða stefnu Brexit ferlið tekur veltur á eftirmanni May, það er hvort hann komi úr röðum harðlínumanna sem eru tilbúnir til að ganga úr ESB án samnings eða hvort hann komi úr hófsamari armi flokksins sem er jafnvel tilbúinn til að efna til annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu.

Bretland átti að ganga úr ESB þann 29. mars en því hefur ítrekað verið frestað þar sem Bretar geta ekki komist að samkomulagi um á hvaða forsendum það á að vera. Nú er miðað við 31. október.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -