Föstudagur 1. desember, 2023
0.1 C
Reykjavik

Sendiherra Palestínu í Bretlandi þreyttur á BBC: „Hvaða röksemdarfærsla er þetta eiginlega?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Husam Zomlot, sendiherra Palestínu í Bretlandi var sýnilega þreyttur á BBC í viðtali á þeim miðli og talaði um áróður Ísraelsstjórnar.

Sendiherra Palestínu í Bretlandi, Husam Zomlot, var fenginn til að ræða við fréttamann BBC um ástandið á Gaza en á myndbandi sem fer eins og sina um samfélagsmiðlana, má sjá að hann er orðinn ansi þreyttur á BBC í umfjöllun sinni um stríðið á Gaza. „Þetta er stríð gegn palestínsku fólki og það stríð hefur staðið yfir í 75 ár Louis, þetta er ekkert nýtt,“ segir Zomlot í upphafi klippunnar. Fréttamaður BBC svarar: „Ísraelar segja í dag að Hamas-liðar noti fólk sem mennska skildi, gera þeir það?“

Þessu svaraði Zomlot á kostulegan hátt en byrjaði á andvarpi. „Veistu hvað. Drepa fórnarlömbin og kenna svo fórnarlömbunum um að hafa drepið sig sjálf, eins og að Hamas hafi sprengt spítalann, að Shireen Abu Akleh hafi verið drepin af Palestínumönnum, þú mannst, hún var þinn kollegi. Að kenna fórnarlömbunum um að drepa sig sjálf en ef það virkar ekki, þá segja þeir að fórnarlömbin noti börn sem mennska skildi. Ok, við skulum ímynda okkur að áróður Ísraela sé sannur. Ímyndaðu þér geðsjúkling í Lundúnum, sem fer tekur 10 börn í gíslingu á sjúkrahúsi. Bresk yfirvöld myndu svo sprengja sjúkrahúsið í tætlur. Í alvörunni Louis? Að bresk yfirvöld myndu sprengja Belfast og Dublin, ég meina, hvaða röksemdarfærsla er þetta eiginlega? Að palestínskir hópar taki sitt eigið fólk í gíslingu, þetta eru kynþáttafordómar, þetta er sjúkleiki. Þetta þarf að stoppa og á aldrei að vera endurtekið í ríkisfjölmiðli.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -