Mánudagur 11. desember, 2023
0.8 C
Reykjavik

Ungur áhrifavaldur lést í fitusogsaðgerð: „Ég er sundurtættur og upplifi mína verstu martröð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Brasilísk raunveruleikastjarna lést í vikunni í miðri fegrunaraðgerð.

Luana Andrade, raunveruleikastjarna og áhrifavaldur frá Brasilíu varð fyrir gríðarmiklu lungnasegareki er hún gekkst undir fitusogsaðgerð í Sao Paulo, samkvæmt tilkynningu frá sjúkrahúsinu. Hún var aðeins 29 ára gömul.

Tveimur og hálfum tímum eftir að aðgerðin hófst fór Andrade í hjartastopp og var endurlífguð af heilbrigðisstarfsfólki, samkvæmt yfirlýsingunni sem þýdd var úr portúgölsku. Þegar rannsókn leiddi í ljós að hún hafi orðið fyrir gríðarlegri segamyndun – sem er þegar blóðtappi lokar bláæðum eða slagæðum, var hún flutt á gjörgæsludeild. Þar lést hún um klukkan 5:30 um morguninn.

Sjúkrahúsið sagði að dánarorsök hennar hafi verið stórfellt lungnasegarek, sem er algengasta dánarorsök þeirra sem látast í fitusogsaðgerð. Venjulega myndast blóðtappi fyrst í löppinni og stíflar flæði blóðs til lungnanna.

Andrade varð fræg er hún var í raunveruleikaþáttunum Powe Couple Brazil 6, árið 2022. Tók hún þar þátt ásamt kærasta sínum, João Hadad. Sem áhrifavaldur var hún með um hálfa milljón fylgjenda á Instagram.

Í kjölfar hins skyndilega andláts, birti Hadad ljósmynd á Instagram, sem sýnir parið í París. „Ég er sundurtættur og upplifi mína verstu martröð. Partur af mér er farinn,“ skrifaði hann við myndina. „Það er með gríðarlegri sorg og miklum sársauka í hjarta mínu, sem ég kveð Luana mína, prinsessuna mína, fallegu mína.“ Og hann hélt áfram: „Við vorum hlið við hlið í tvö ár og engin orð geta lýst því hversu hamingjusamur ég var … við bjuggum til fallega sögu og upplifðum drauma okkur af ákefð. Auk þess að vera kærasta, ertu og verður þú ávalt maki handan lífs, ástin mín.“

- Auglýsing -

Segist Hadad mögulega aldrei ná að vinna úr dauða hennar og deildi með fylgjendum hversu mikið hann sakni hennar. „Þú ert ljósið mitt, prinsessa. Ég bið þig um að vaka áfram yfir mér og öllum okkar, að ofan. Ég mun alltaf elska þig, héðan í frá til eilífðar! Þakka þér svo mikið fyrir, þú munt fylgja með þar til yfir líkur.“

Í síðasta mánuði fagnaði parið tveggja ára sambandsafmæli sínu. Af því tilefni birti hún falleg skilaboð til Hadad: „Hver dagur við hlið þér fékk mig til að sjá hvað það er gott að búa með þér, draumar þínir urðu mínir líka, og ég áttaði mig á að hver draumur við hlið þér, er svo góður! Allt virðist mögulegt þegar við erum saman… Fyrir utan að vera minn helsti stuðningsmaður, þá er hann minn stærsti áðdáandi, besti vinur! Ég er þakklát Guði fyrir að láta okkur mætast á lífsleiðinni.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -