Föstudagur 26. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Eva Dís vill takmarka aðgang að klámi: „Maður fattar ekki hverju er verið að stela frá manni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eva Dís Þórðardóttir, ráðgjafi fyrir fólk í vændi á vegum Stígamóta, segir að þeir sem stundi vændi eða framleiði klám á OnlyFans, líkt og tugir íslenskra ungmenna, fatti oft ekki hverju sé verið að stela af manni. Í viðtali við Stundina varar hún við OnlyFans og segir skaðsemi þess að selja nektarmyndir oft falda.

Eva Dís þekkir heim vændis vel en sjálf stundaði hún það í Danmörku. „Eitt sem vændi og OnlyFans eiga sameiginlegt er að það er annar aðili að koma með uppástungur og biðja þig að gera eitthvað sem þér hefði ekki endilega dottið í hug sjálfri. Þarna ertu að hleypa öðrum aðilum inn í hausinn á þér og þetta getur verið verulega skaðlegt og farið með þig langt út fyrir það sem þér hefði annars þótt eðlilegt. Það getur fylgt þessu ofboðslega mikil spenna, en líka kvíði. Fólk getur lagt mörkin sín til hliðar til að fá hundrað þúsund kall. En maður fattar ekki hverju er verið að stela frá manni.“

Hún gengur svo langt að vilja takmarka aðgang fólks að klámi. „Ég tel að þessi klámneysla knýi eftirspurnina eftir vændi og að fá eitthvað sérsniðið fyrir sig á OnlyFans. Kaupendur eru líka að sækja í einhverja nánd, en af því að það er búið að fokka svo mikið í hausnum þeirra með klámi þá eru þeir að upplifa nánd í þessum samskiptum. Ég held að það sé verulega vanmetið hvað þetta spilar með hugsanirnar okkar og tilfinningalífið,“ segir hún.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -