Laugardagur 14. september, 2024
8.8 C
Reykjavik

Fæðingartíðnin í Kína aldrei lægri

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

14,6 milljón börn fæddust í Kína í fyrra, 500 þúsund færri en árið 2018. Þetta mun vera þriðja árið í röð þar sem fæðingum fækkar og hafa þær ekki verið færri í sjö áratugi, fyrir utan árið 1961, þegar hungursneyð ríkti í landinu.

Fæðingartíðnin, 10,48 fæðingar á hverja þúsund íbúa, hefur aldrei verið lægri.

Á Englandi og Wales var fæðingartíðnin 11,1 fæðing á hverja þúsund íbúa, sú lægsta frá því skráning hófst árið 1938, en fæðingartíðnin er hvergi lægri en í Singapore; 8,9 fæðingar á þúsund íbúa.

Wang Feng, félagsfræðiprófessor við University of California, segir ljóst að það sé ekki lengur hægt að kenna mannfjöldastefnu stjórnvalda um lága fæðingartíðni. Ástæðan sé efnahagslegs- og samfélagslegs eðlis.

Árið 1979 voru sett lög í Kína sem kváðu á um að hvert par mætti aðeins eignast eitt barn. Lögunum var breytt árið 2015 í þá átt að fólk mætti eignast tvö börn en uppi hafa verið hugmyndir um að falla alfarið frá opinberum afskiptum af barneignum.

Ástæðan er m.a. sú að kínverska þjóðin eldist nú hratt, líkt og margar aðrar þjóðir, en fjöldi Kínverja velur engu að síður enn að takmarka barneignir sínar verulega af efnahagsástæðum. Þá þykja barneignir útheimta skuldbindingu sem mörgum þykir erfitt að standa við í nútímasamfélagi, á sama tíma og skilnuðum hefur fjölgað og sífellt fleiri konur ákveða að giftast seinna eða alls ekki.

- Auglýsing -

Lýðfræðingar gera ráð fyrir að árið 2050 verði þriðjungur Kínverja eldri en 60 ára.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -