Fimmtudagur 1. júní, 2023
8.8 C
Reykjavik

Fegrunaraðgerð hafði hræðilegar afleiðingar í för með sér: „Hún hneig niður og ég greip hana“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Hin 54 ára Carol lést fyrir ári síðan eftir fegrunaraðgerð í Tyrklandi. Fjölskylda hennar lýsir henni sem góðri konu, móður og ömmu. Þau eru ósátt við að hafa ekki fengið upplýsingar um mögulegar áhættur sem fylgdu aðgerðum Carol. Dóttir hennar segir að samfélagsmiðlar og fyrirsætur hafi haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd Carol sem endaði á ákvörðun hennar að fara til Tyrklands í fitusog og rasslyftingu.

Fjölskyldan ákvað að segja sögu Carol eftir að mál Shannon Bowe rataði í fjölmiðla en hún lét lífið þann 1.apríl síðastliðinn, eftir magabandsaðgerð í Tyrklandi.

Shannon Bowe var aðeins 28 ára þegar hún lést í magabandsaðgerð í Tyrklandi.

Eiginmaður Carol segir að hvorki fjölskyldunni né henni sjálfri hafi verið sagt frá áhættum aðgerðanna. Upphaflega ætlaði hún einungis í fyrrnefndar aðgerðir en þegar henni var boðið að laga magavöðva svo að fitusog kæmi betur út tók hún því. Fjölskyldan segir hana ekki hafa verið í ástandi til að taka rökréttar ákvarðanir en henni var boðin auka aðgerðin endurgjaldslaust.

Carol ásamt eiginmanni sínum, Stevie.

Allt virtist ganga eftir aðgerðina vel þar til Carol leið út af í leigubíl nokkrum dögum síðar. Eiginmaður hennar, Stevie, lýsti atburðum. „Hún fór í föt, málaði sig og fór niður. Leigubíll var að bíða eftir okkur en þegar hún var að stíga inn í hann hneig hún niður og ég greip hana. Ég öskraði á hjálp og reyndi að lifta fótum hennar en ég vissi að eitthvað mikið var að. Hún var farin.“

Carol ásamt dóttur sinni.

Carol var flutt á sjúkrahús þar sem hún var úrskurðuð látin. Fjölskyldan er nú ári síðar enn að bíða eftir niðurstöðum úr krufningu. Þau vilja hvetja alla til þess að huga að hættum sem fylgja fegrunaraðgerðum og meta hvort þær séu þess virði.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -