• Orðrómur

„Fólk er ekkert holdsveikt þótt það sé í öðrum flokkum“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Það eina sem maður myndi útiloka væri að vinna með flokkum sem væru með andlýðræðislegar og fasískar áherslur eða virtu ekki mannréttindi. Slíkt kæmi aldrei til greina að mínu mati. En þó að menn séu hægrisinnaðir þá getur verið hið besta fólk í þeim hópum. Og það er líka hægt að velta fyrir sér hvort það geti ekki bara haft áhrif til góðs að fólk með ólíka nálgun í stjórnmálum tali saman, reyni að finna sameiginlega fleti og þurfi kannski svolítið að miðla málum. Það færir menn kannski pínulítið nær hver öðrum og menn átta sig á því að fólk er ekkert holdsveikt þótt það sé í öðrum flokkum. Það er bara hið besta fólk og oft bara ágætt að vinna með því, sérstaklega ef samskiptin eru hrein og bein,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis í uppgjörsviðtali í Mannlífi um helgina, þar sem hann gerir upp samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn. Hann viðurkennir að  það hafi verið mörgum innan VG  erfitt og framandi  að vinna með Sjálfstæðismönnum. Spurður út í samstarfið við Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra hælir hann honum.

„Bjarni er góður maður í samskiptum“

„Bjarni er góður maður í samskiptum og mér líkar vel við hann. Það er yfirleitt hægt að ná í hann, hann svarar og maður fær hrein svör frá honum. Það er á margan hátt gott að eiga samstarf við hann sem slíkan og samstarfið við hann hefur verið gott. Mér finnst hann vera vaxandi sem fjármálaráðherra en sem gamall fjármálaráðherra horfi ég svolítið á það hvernig menn eru að standa sig sem slíkir og mér finnst Bjarni hafa yfirleitt verið að gera þá hluti ágætlega“.

VG, Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn eru nú í ríkisstjórnarsamstarfi og er Steingrímur spurður hvort hann sjái samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn ganga upp til frambúðar. Hann er ekki endilega á  þeirri skoðun.

„Ég er ekkert viss um að það sé endilega æskilegt til langrar frambúðar að forystuflokkarnir á sitthvorum vængnum í stjórnmálunum vinni saman. Menn geta alveg fært fyrir því rök að það leiði til einhverrar stöðnunar í þeim skilningi að málin séu ekki gerð upp á milli ólíkra hugmyndakerfa eða ólíkra hugmynda um hvernig samfélagið eigi að þróast. En það er ekkert sem segir að það geti ekki verið mjög góður kostur við tilteknar aðstæður og í tiltekinn tíma“.

Steingrímur er spurður hvort það hafi í upphafi ekkert verið snúið fyrir VG að fallast á samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn. Hann segist vera og hafa í upphafi hafa verið sammála Katrínu Jakobsdóttir, formanni flokksins, sem hafi staðið sig með sóma við stjórnvölinn

„Jú, jú,“ segir hann. „Það var okkur mörgum erfitt og svolítið framandi, ekki mér sérstaklega því ég er á algjörlega sömu línu og Katrín í þessum efnum“.

- Auglýsing -

Viðtalið við Steingrím í heild sinni er hér. 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -