Fimmtudagur 25. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Frá 2016 hefur lyfjaávísunum fjölgað um 16%

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fram kemur í tilkynningu Lyfjastofnunar að á árunum 2016 til 2020 hefur lyfjaávísunum fjölgað um 16%. Hafa þær farið úr 3.483.334 ávísunum í 4.043.400.

Samkvæmt tölum úr ársskýrslum Lyfjastofnunar kemur einnig fram að apótekum hafi fjölgað um 15% frá árinu 2016. Þó hefur ekki verið mikil breyting á fjölda starfsfólks á milli ára.

Nú eru starfandi 77 apótek, að meðtöldu sjúkrahúsapóteki Landspítalans. Lyf og heilsa er stærsta apótekskeðjan með 27 apótek og næst kemur Lyfja með 21 apótek.

Fjöldi íbúa á hvern lyfjaafgreiðslustað er hæstur á höfuðborgarsvæðinu, 4549 manns og því næst á Suðurnesjum, 3525. En lægstur á Austurlandi, eða 1356 manns á hvern afgreiðslustað.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -