2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Gaman að syngja með fjölskyldunni

Hinir árlegu Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands verða haldnir 10.-12. janúar undir stjórn danska hljómsveitarstjórans Christian Kluxen. Tveir einsöngvarar koma fram og flytja tvær aríur hvor í sínu lagi og tvo dúetta. Það eru þau Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað sópransöngkona og Sveinn Dúa Hjörleifsson tenór. Eins og venja er má búast við glitrandi kjólum, að hljómsveitarmeðlimir setji á sig hatta og dansarar munu skreyta rýmið.

Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafa verið vinsælustu tónleik ar hljómsveitar ­innar árum saman og í ár verða haldnir fjórir slíkir tónleikar dagana 10.­12. janúar. Efnisskráin er fjölbreytt og má þar nefna valsa eftir Johann Strauss en tónleikarnir hefjast að venju á forleiknum að Leðurblök unni.

Áheyrendur fá að njóta vinsælla óperettuaría og dúetta og má þar nefna „Heut’nacht hab’ich geträumt von dir“ eftir Kálman en flestir Íslendingar ættu að þekkja það lag undir heitinu „Ég er kominn heim“.

Einnig má nefna Kampavíns­ galott og tónleikun um lýkur svo að venju á Dónárvalsinum. Tveir einsöngvarar koma fram og flytja tvær aríur hvor í sínu lagi og tvo dúetta. Það eru þau Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað sópran­söngkona og Sveinn Dúa Hjörleifs­son tenór.

Þau munu syngja saman annars vegar dúett úr „Der Graf von Luxemburg“ eftir F. Lehár og dúett úr „Der Opernball“ eftir R. Heuberger. Dansarar munu sýna listir sínar meðan á tónleikunum stendur.

AUGLÝSING


Frá Vínartónleikunum í fyrra.

Eins og hátíð Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað sópransöngkona er annar tveggja einsöngvara sem koma fram á tónleikun um. Hún er sjálfstætt starfandi söngkona og mun á næsta ári taka við stjórnartaumun um hjá kvennakórn um Vox feminae.

„Það sem ég kem til með að syngja á tónleikun ­ um eru aríurnar  „Klänge der Heimat“ úr Leður­blökunni eftir J. Strauss og „Meine Lippen sie Küssen so heiss“ úr óper ettunni Giuditta eftir F. Lehár,“ segir Hrafnhildur.

Margir sækja Vínartónleika á hverju ári og það er hátíðleg stund að fara á tónleikana.

„Þetta er virkilega gott tækifæri fyrir mig til þess að koma fram í íslensku tónlistarlífi en ásamt Ís­lensku óperunni er Sinfóníuhljóm­sveit Íslands flottasti vettvangurinn fyrir íslenska söngvara til þess að koma fram. Móðir mín, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir, er sellóleik­ari í hljómsveitinni og systir mín, Arngunnur, spilar á klarínett með henni. Það er því ekki bara frábært fyrir söngferil minn að koma fram með þessari hljómsveit heldur verður líka gaman að fá að syngja með hljómsveit sem fjölskyldu meðlimir spila í.

Margir sækja Vínartónleika á hverju ári og það er hátíðleg stund að fara á tónleikana. Ég hef mætt á Vínartónleika síðan ég var lítil og það hefur alltaf verið svo spennandi og skemmtilegt – ekki bara af því að tónlistin er svo létt og leikandi heldur líka af því að það eru allir í hátíðarskapi, söngkonur eru í glitrandi kjólum, hljómsveita meðlimir setja upp hatta og dansarar koma fram. Þetta er eins og hátíð. Ég veit að það eru margir sem mæta á Vínartónleika sem fara annars ekki almennt á sígilda tónleika.“

Þetta er hressandi

Sveinn Dúa Hjörleifsson tenórsöngvari er fastráðinn við Óperuna í Leipzig. „Það er frábært að fá að koma fram á Vínartónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands,“ segir hann. „Það er unaður að syngja þessi lög. Ég hef aldrei áður sungið óperettutónlist heima með þessum hætti. Ég lærði og bjó lengi í Vín og annars staðar í Austurríki og liggur því óperettuformið vel fyrir mér. Þetta er virkilega skemmtilegt og verður bara gaman. Dagskráin er vel uppsett og góð. Það er oft talað um óperettur sem léttara efni en óperur en það er ekki alveg svo einfalt.

Sveinn Dúa Hjörleifsson tenórsöngvari.

Þetta er fyrst og fremst allt öðruvísi tónlist. Oft er söguþráðurinn ekki eins hádramatískur, óperettur tengjast oft ástarsögum, bröndur­um og þjóðfélagsádeilum með leiknum talsenum inn á milli; margt sem óperur hafa yfirleitt ekki. Þær er oft tæknilega erfitt að syngja; meira swing, krefjandi á ýmsan hátt og maður þarf að vera mjög sveigjanlegur og vakandi.“

Texti / Svava Jónsdóttir
Myndir / Aðsendar

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is