Gervitungl sýna kvikumyndun við Keili: Raunveruleg hætta á eldgosi

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Mælar frá gervitungli í morgun leiða í ljós að kvikumyndum hefur orðið á Keilissvæðinu og eldgos gæti verið í fæðingu. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur upplýsti þetta í Síðdegisútvarpi Rásar 2 og sagði að fólk yrði að taka þetta alvarlega en ekki væri hætta á ferðum. Stöðugir jarðskjálftar undanfarið eru vísbending um þær ægilegu hamfarir sem eru undir yfirborði jarðar.

„Þetta er heppilegasti staður á Reykjanesi til að fá eldgos,“ sagði Páll. Hann sagði að svæðið við Keili væri ovenjulegt með tilliti til eldgosa en augljóst væri að mikið væri að gerast undir jarðskorpunni og kvika byrjuð að streyma upp í eftri hluta skorpunnar. Hann segir að nú blasi við sú mögulega sviðsmynd að eldgos yrði við Reykjanesskaga en þó engan veginn hægt að tímasetja það eða staðfesta. Þá liði langur tími frá þvcí gos hefst og þangað til hraunrennsli ógnar mannvirkjum.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -