Góð tíðindi af Guðmundi Felix halda áfram að berast: „Gettu á hvern vaxa nú neglur?“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -
Guðmundur Felix Grétarsson, sem fékk grædda á sig handleggi í Frakklandi í janúar, fór í handsnyrtingu í gær. Þar er ekki í frásögu færandi nema fyrir þær sakir að það er flott batamerki eftir aðgerðina að neglurnar vaxi og þarfnist því snyrtingar.

Guðmundur Felix er duglegur að birta uppfærslur af bataferlinu á Facebook-síðu sinni og það var einmitt þar sem hann birti mynd af sér í handsnyrtingunni og greindi frá þessum góða batamerki:

„Gettu hver er með neglur sem vaxa eins og aldrei nokkuð komið fyrir?“

May be an image of 1 person
Augljóst er að Guðmundur Felix naut þess að fara í handsnyrtingu í gær.

Guðmundur Felix er nú farinn í endurhæfingu á annað sjúkrahúsð í Lyon. Hann er því farinn af Édouard Herriot-sjúkrahúsinu í Lyon þar sem hann hefur dvalið síðastliðnar sjö vikur.

Guðmundur Felix fagnaði á dögunum sex vikna afmæli nýju handanna sem á hann voru græddar í einstakri aðgerð á heimsvísu. Með þeim áfanga runnu hann og hendurnar formlega saman þar sem liðamót og vöðvar hafi á þessum vikum náð að græðast.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -